Erlent

Vitnis­burður stað­festi að­gerðar­leysi Trump

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Trump er sagður hafa sleppt því að tala við löggæslu vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar. 
Trump er sagður hafa sleppt því að tala við löggæslu vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar.  EPA/David Maxwell

Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim.

Vitni sem þekkja störf Hvíta hússins af eigin raun segja fyrrum forsetann ekki hafa haft samband við neina löggæsluaðila eða öryggisgæslu á meðan á árásinni á þinghúsið stóð. Þessi vitnisburður var nýttur til þess að færa rök fyrir vanrækslu Trump í starfi. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.

Fyrrverandi talskona Hvíta hússins segir blaðamannafulltrúa þess tíma, Kayleigh McEnany hafa sagt við sig að „forsetinn vildi ekki að minnst væri á frið“ í tísti sem hafi verið í bígerð. Einnig á Trump að hafa sagt í tökum fyrir myndbandið sem hann sendi frá sér að lokum til þess að segja stuðningsfólki sínu að fara heim, að hann vildi ekki taka þar fram að kosningunum væri í raun lokið.

Þrátt fyrir aðgerðarleysi Trump þann daginn sem árásin var gerð þann 6. janúar, á fyrrverandi varaforsetinn Pence að hafa hringt í þáverandi varnarmálaráðherra og sagði honum að kalla til löggæsluafl og róa aðstæður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×