Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 22:15 Óskar Hrafn Þorvaldsson gat leyft sér að brosa eftir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar voru mikið mun sterkari aðilinn í leik kvöldsins en það tók vissulega sinn tíma fyrir þá að sækja mörkin tvö sem skiluðu sigri í kvöld. Alls fengu gestirnir tvö rauð spjöld, tveir leikmenn sem og þjálfari þeirra. Það ætlaði allt að sjóða upp úr í lok leiks og má búast við áhugaverðum leik í Svartfjallalandi að viku liðinni. „Er mjög sáttur við að við náum tveimur mörkum og við þurfum að fara til Svartfjallalands og vinna þá þar,“ bætti Óskar Hrafn við. „Við hefðum viljað spila aðeins hraðar, vera aðeins grimmari í teignum. Þetta er gott lið, þetta er fínt lið. Kannski vantaði aðeins meira tempó á síðasta þriðjung og aðeins betri ákvarðanatöku. Vorum að komast í fullt af góðum stöðum, bæði í fyrri hálfleik sem og þeim seinni. Vantaði aðeins skerpuna á lokasendingunni en Evrópuleikir eru oft snúnir.“ „Ég hugsa að það hefði auðveldlega verið hægt að bæta við 12-15 mínútum frekar en þessum fimm sem var bætt við. Þeir kunna að hægja á leiknum, kunna tefja og voru svo sem byrjaðir á því í fyrri hálfleik. Held það sé sterkt að vinna þá 2-0 og einbeita okkur að leiknum gegn FH á sunnudag.“ „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður verð ég að viðurkenna, þó ég sé ekki hokinn af reynslu. Ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árasargjarna hegðun og svona mikla reiði. Ég ætla að reyna ímynda mér hvað við eigum í vændum í Podgorica eftir viku.“ Það var hiti í mannskapnum í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Ég met þetta nú þannig að það var nú ekki mikil alvara í þessu. Held þeir hafi meira verið að keyra sig upp fyrir seinni leikinn og búa til einhverja grýlu úr Damir sem er af serbnesku bergi brotinn. Það er ómögulegt að segja hvað bíður okkur þar, það þarf bara að skoða það. Auðvitað ber liðið ábyrgð á því að standa vörð um öryggi okkar á meðan við erum í landinu og ég trúi ekki öðru en það verði gert.“ „Kannski þurfum við að huga að því að eyða eins litlum tíma og við getum í þessu ágæta og fallega landi en það verður að koma í ljós.“ Klippa: Lætin eftir leik Breiðabliks og Buducnost Podgorica „Það verður ekkert mál, menn ná sér niður í kvöld: borða vel og hvílast. Svo á morgun verða menn klárir í að undirbúa sig fyrir FH leikinn. Við höfum spilað það oft á þriggja daga fresti og leiki þar sem tilfinningarnar hafa verið rússíbani að ég hef engar áhyggjur,“ sagði Óskar Hrafn að lokum er hann var spurður út í hvernig það væri fyrir liðið að ná sér niður eftir svona leik þar sem næsti leikur er strax á sunnudaginn kemur. Óskar Hrafn lét vel í sér heyra á meðan leik stóð.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Blikar voru mikið mun sterkari aðilinn í leik kvöldsins en það tók vissulega sinn tíma fyrir þá að sækja mörkin tvö sem skiluðu sigri í kvöld. Alls fengu gestirnir tvö rauð spjöld, tveir leikmenn sem og þjálfari þeirra. Það ætlaði allt að sjóða upp úr í lok leiks og má búast við áhugaverðum leik í Svartfjallalandi að viku liðinni. „Er mjög sáttur við að við náum tveimur mörkum og við þurfum að fara til Svartfjallalands og vinna þá þar,“ bætti Óskar Hrafn við. „Við hefðum viljað spila aðeins hraðar, vera aðeins grimmari í teignum. Þetta er gott lið, þetta er fínt lið. Kannski vantaði aðeins meira tempó á síðasta þriðjung og aðeins betri ákvarðanatöku. Vorum að komast í fullt af góðum stöðum, bæði í fyrri hálfleik sem og þeim seinni. Vantaði aðeins skerpuna á lokasendingunni en Evrópuleikir eru oft snúnir.“ „Ég hugsa að það hefði auðveldlega verið hægt að bæta við 12-15 mínútum frekar en þessum fimm sem var bætt við. Þeir kunna að hægja á leiknum, kunna tefja og voru svo sem byrjaðir á því í fyrri hálfleik. Held það sé sterkt að vinna þá 2-0 og einbeita okkur að leiknum gegn FH á sunnudag.“ „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður verð ég að viðurkenna, þó ég sé ekki hokinn af reynslu. Ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árasargjarna hegðun og svona mikla reiði. Ég ætla að reyna ímynda mér hvað við eigum í vændum í Podgorica eftir viku.“ Það var hiti í mannskapnum í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Ég met þetta nú þannig að það var nú ekki mikil alvara í þessu. Held þeir hafi meira verið að keyra sig upp fyrir seinni leikinn og búa til einhverja grýlu úr Damir sem er af serbnesku bergi brotinn. Það er ómögulegt að segja hvað bíður okkur þar, það þarf bara að skoða það. Auðvitað ber liðið ábyrgð á því að standa vörð um öryggi okkar á meðan við erum í landinu og ég trúi ekki öðru en það verði gert.“ „Kannski þurfum við að huga að því að eyða eins litlum tíma og við getum í þessu ágæta og fallega landi en það verður að koma í ljós.“ Klippa: Lætin eftir leik Breiðabliks og Buducnost Podgorica „Það verður ekkert mál, menn ná sér niður í kvöld: borða vel og hvílast. Svo á morgun verða menn klárir í að undirbúa sig fyrir FH leikinn. Við höfum spilað það oft á þriggja daga fresti og leiki þar sem tilfinningarnar hafa verið rússíbani að ég hef engar áhyggjur,“ sagði Óskar Hrafn að lokum er hann var spurður út í hvernig það væri fyrir liðið að ná sér niður eftir svona leik þar sem næsti leikur er strax á sunnudaginn kemur. Óskar Hrafn lét vel í sér heyra á meðan leik stóð.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira