Á brattann að sækja en Hjartagarðurinn sé ekki misheppnaður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2022 23:00 Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ósammála borgarfulltrúa um að torgið sé misheppnað, eftir þær breytingar sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Svæðið sé ekki jafn laust við mannlíf og fólk tali oft um. Hjartagarðurinn liggur á milli Hverfisgötu og Laugavegs annars vegar, og Klapparstígs og Smiðjustígs hins vegar. Fyrir tæpum áratug var tekin ákvörðun um að breyta garðinum, en þar hafði öflugt grasrótarstarf lista og menningar blómstrað, svo gott sem sjálfsprottið. Í samtali við Vísi sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi að Hjartagarðurinn væri misheppnaður að því leyti að ekki hefði tekist að kveikja mikið líf á svæðinu. Hjálmar nefnir sérstaklega að Óðinstorg og Káratorg hafi heppnast betur en Hjartagarðurinn, eða Hjartatorg eins og það er einnig kallað, með tilliti til aðsóknar borgarbúa, gesta og gangandi. Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ekki endilega sammála því að torgið sé misheppnað. Ásdís Þula Þorláksdóttir, sem rekur listgallerí við torgið, segir til að mynda að fjöldi fólks sæki torgið þegar veður er gott, líkt og með önnur torg borgarinnar. Eigandi verslunar við torgið tekur í sama streng. „Ég er ekki sammála því að torgið hafi misheppnast en vissulega hefur verið á brattann að sækja að efla mannlífið hérna inni á torginu,“ segir Ásmundur Jónsson, einn eigenda plötuverslunarinnar Smekkleysu, sem er til húsa í Hjartagarðinum. Ásmundur nefnir að þegar blásið hafi verið til skipulagðra viðburða á torginu hafi það gengið vel. Ásmundur Jónsson er einn eigenda Smekkleysu. „Þetta er bara spurningin um að kveikja þetta líf, að fólk fari að setja það inn á radarinn að þetta sé áhugaverður staður að dvelja á.“ Búast megi við miklu lífi á torginu á næstunni. „Til dæmis verða tónleikar hér um helgina, sem byrja annað kvöld, og síðan frá klukkan tvö á laugardeginum. Það munu vera viðburðir svo dögum skipta núna á næstu þremur, fjórum vikum.“ Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Borgarstjórn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hjartagarðurinn liggur á milli Hverfisgötu og Laugavegs annars vegar, og Klapparstígs og Smiðjustígs hins vegar. Fyrir tæpum áratug var tekin ákvörðun um að breyta garðinum, en þar hafði öflugt grasrótarstarf lista og menningar blómstrað, svo gott sem sjálfsprottið. Í samtali við Vísi sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi að Hjartagarðurinn væri misheppnaður að því leyti að ekki hefði tekist að kveikja mikið líf á svæðinu. Hjálmar nefnir sérstaklega að Óðinstorg og Káratorg hafi heppnast betur en Hjartagarðurinn, eða Hjartatorg eins og það er einnig kallað, með tilliti til aðsóknar borgarbúa, gesta og gangandi. Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ekki endilega sammála því að torgið sé misheppnað. Ásdís Þula Þorláksdóttir, sem rekur listgallerí við torgið, segir til að mynda að fjöldi fólks sæki torgið þegar veður er gott, líkt og með önnur torg borgarinnar. Eigandi verslunar við torgið tekur í sama streng. „Ég er ekki sammála því að torgið hafi misheppnast en vissulega hefur verið á brattann að sækja að efla mannlífið hérna inni á torginu,“ segir Ásmundur Jónsson, einn eigenda plötuverslunarinnar Smekkleysu, sem er til húsa í Hjartagarðinum. Ásmundur nefnir að þegar blásið hafi verið til skipulagðra viðburða á torginu hafi það gengið vel. Ásmundur Jónsson er einn eigenda Smekkleysu. „Þetta er bara spurningin um að kveikja þetta líf, að fólk fari að setja það inn á radarinn að þetta sé áhugaverður staður að dvelja á.“ Búast megi við miklu lífi á torginu á næstunni. „Til dæmis verða tónleikar hér um helgina, sem byrja annað kvöld, og síðan frá klukkan tvö á laugardeginum. Það munu vera viðburðir svo dögum skipta núna á næstu þremur, fjórum vikum.“
Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Borgarstjórn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira