Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2022 11:56 Svona munu nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn líta út. Hugsanlega verður húsið einnig ný húsakynni utanríkisráðuneytisins. Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kaup ríkisins á 6500 fermetra skrifstofurými í norðurhúsi nýja Landsbankans við Austurhöfn væru komin í strand. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan sé sú að óeining sé milli forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kaupin. Í sameiginlegu svari forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að á undanförnum misserum hafi verið unnið að því að skipa húsnæðismálum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fyrir með haganlegum hætti, en núverandi húsnæði sé dreift og í sumum tilvikum úrelt. Við endurskoðun á þessari skipan hafi verið litið til þess að draga úr rýmisþörf, stuðla að samnýtingu og hagræðingu og auka sveigjanleika í nýtingu húsnæðisins. Kemur í ljós fljótlega hvort verði af kaupunum „Meðal kosta sem unnið hefur verið með eru möguleg kaup ríkisins á hluta af nýbyggingu Landsbankans við Austurhöfn, sem gæti hentað vel fyrir starfsemi Stjórnarráðsins. Viðræður hafa farið fram við Landsbankann um þann kost og standa vonir til þess að fá endanlega niðurstöðu um hvort af þeim kaupum verði á allra næstu vikum,“ segir í svarinu. Í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins frá febrúar segir að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á norðurhúsinu. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt er að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma og sé því um álitlegan kost að ræða. Áður hefur verið greint frá því að til standi að utanríkisráðuneytið flytji í húsnæði Landsbankans. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kaup ríkisins á 6500 fermetra skrifstofurými í norðurhúsi nýja Landsbankans við Austurhöfn væru komin í strand. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan sé sú að óeining sé milli forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kaupin. Í sameiginlegu svari forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að á undanförnum misserum hafi verið unnið að því að skipa húsnæðismálum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fyrir með haganlegum hætti, en núverandi húsnæði sé dreift og í sumum tilvikum úrelt. Við endurskoðun á þessari skipan hafi verið litið til þess að draga úr rýmisþörf, stuðla að samnýtingu og hagræðingu og auka sveigjanleika í nýtingu húsnæðisins. Kemur í ljós fljótlega hvort verði af kaupunum „Meðal kosta sem unnið hefur verið með eru möguleg kaup ríkisins á hluta af nýbyggingu Landsbankans við Austurhöfn, sem gæti hentað vel fyrir starfsemi Stjórnarráðsins. Viðræður hafa farið fram við Landsbankann um þann kost og standa vonir til þess að fá endanlega niðurstöðu um hvort af þeim kaupum verði á allra næstu vikum,“ segir í svarinu. Í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins frá febrúar segir að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á norðurhúsinu. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt er að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma og sé því um álitlegan kost að ræða. Áður hefur verið greint frá því að til standi að utanríkisráðuneytið flytji í húsnæði Landsbankans.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels