Eftir að Juventus ákvað að gera ekki nýjan samning við hinn 28 ára gamla Dybala voru taldar miklar líkur á því að hann færi til Inter. Ekkert varð hins vegar af því og nú er ljóst að Dybala mun leika undir stjórn José Mourinho á komandi leiktíð. Samningur hans við Roma gildir til sumarsins 2025.
Official, confirmed. Paulo Dybala has joined AS Roma on free transfer with contract valid until June 2025 that will also include a release clause. #ASRoma
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 20, 2022
José Mourinho has been key factor to complete this huge signing for Roma. pic.twitter.com/ZoXSSxmndi
The Athletic segir að á endanum hafi bæði Inter og AC Milan ákveðið að fjármunum sínum væri betur varið í annað en að fá Dybala. Inter hafi haft mikinn áhuga og verið nálægt því að fá Dybala en þeim tilraunum verið snarhætt þegar félagið festi kaup á Romelu Lukaku.
Að sama skapi hafi AC Milan ákveðið að fara aðra leið og talið vænlegra að freista þess að fá hinn 21 árs gamla Charles De Ketelaere frá Club Brugge.
Dybala skoraði 10 mörk í 29 deildarleikjum fyrir Juventus á síðustu leiktíð. Hann lék sjö leiktíðir með liðinu eftir að hafa áður verið hjá Palermo í þrjú ár.
Roma hafnaði í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð en vann Sambandsdeild Evrópu og leikur því í Evrópudeildinni í haust.