Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2022 23:06 Valur Gunnarsson hefur dvalið í Úkraínu um nokkurt skeið. Stöð 2/Arnar Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira