Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 22:26 Flugi Kára frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað um sólarhring. Vísir Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís. Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís.
Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira