Breskur hjálparstarfsmaður lést í haldi Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2022 16:38 Paul Urey lést í haldi rússneskra aðskilnaðarsinna og Liz Truss, utanríkisráðherra Bretalands, segir að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar. Presidium Network/AP Paul Urey, breskur hjálparstarfsmaður sem handsamaður var af sveitum rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu, er dáinn. Hann er sagður hafa látið lífið í haldi Alþýðulýðveldisins Donetsk og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda og álags. Urey, sem var 45 ára gamall og með sykursýki eitt, var handsamaður í apríl fyrir utan borgina Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Með honum var annar tuttugu og tveggja ára breskur hjálparstarfsmaður sem heitir Dylan Healy. Samkvæmt frétt BBC munu þeir hafa verið þar til að bjarga konu sem var föst í borginni vegna innrásar Rússa. Urey hafði verið ákærður fyrir „málaliðastarfsemi“ en ríkismiðlar Rússlands birtu viðtal við hann þar sem sagðist hafa viljað sjá hvort ástandið í Úkraínu væri eins slæmt og fréttamiðlar sögðu. Óljóst er hvort hann hafi verið þvingaður í viðtalinu en fjölskylda hans segir hegðun hans hafa verið undarlega. BBC hefur eftir Dariu Morozova, yfirmanni mannréttindamála í Alþýðulýðveldinu svokallaða, að Urey hafi átt í öðrum veikindum og hafi verið í slæmu andlegu ástandi vegna afskiptaleysis yfirvalda í Bretlandi af fangavist hans. Morozova sakaði yfirvöld í Bretlandi um að útvega Urey ekki nauðsynleg lyf í gegnum Rauða krossinn. „Fyrir okkar leyti, þrátt fyrir alvarleika meintu brota hans, fékk Paul Urey viðeigandi læknaþjónustu,“ sagði Morozova. Hann hafi þó dáið vegna veikindanna og álagsins þann 10. júlí. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir yfirvöld í Rússlandi verða að bera fulla ábyrgð á dauða Urey, samkvæmt Sky News. Rússar og leppar þeirra haldi áfram að fremja ódæði í Úkraínu og þeir sem hafi valdið dauða Urey verði dregnir til ábyrgðar. Dominic Byrne, sem stýrir hjálparsamtökunum Presidium Network, sagði BBC að þeir aðskilnaðarsinnar sem hafi haldið Urey hafi komið í veg fyrir að starfsmenn Rauða krossins og annarra samtaka hafi getað séð Urey. Það hafi verið gert svo enginn gæti séð hvernig farið væri með hann. Bretland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Urey, sem var 45 ára gamall og með sykursýki eitt, var handsamaður í apríl fyrir utan borgina Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Með honum var annar tuttugu og tveggja ára breskur hjálparstarfsmaður sem heitir Dylan Healy. Samkvæmt frétt BBC munu þeir hafa verið þar til að bjarga konu sem var föst í borginni vegna innrásar Rússa. Urey hafði verið ákærður fyrir „málaliðastarfsemi“ en ríkismiðlar Rússlands birtu viðtal við hann þar sem sagðist hafa viljað sjá hvort ástandið í Úkraínu væri eins slæmt og fréttamiðlar sögðu. Óljóst er hvort hann hafi verið þvingaður í viðtalinu en fjölskylda hans segir hegðun hans hafa verið undarlega. BBC hefur eftir Dariu Morozova, yfirmanni mannréttindamála í Alþýðulýðveldinu svokallaða, að Urey hafi átt í öðrum veikindum og hafi verið í slæmu andlegu ástandi vegna afskiptaleysis yfirvalda í Bretlandi af fangavist hans. Morozova sakaði yfirvöld í Bretlandi um að útvega Urey ekki nauðsynleg lyf í gegnum Rauða krossinn. „Fyrir okkar leyti, þrátt fyrir alvarleika meintu brota hans, fékk Paul Urey viðeigandi læknaþjónustu,“ sagði Morozova. Hann hafi þó dáið vegna veikindanna og álagsins þann 10. júlí. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir yfirvöld í Rússlandi verða að bera fulla ábyrgð á dauða Urey, samkvæmt Sky News. Rússar og leppar þeirra haldi áfram að fremja ódæði í Úkraínu og þeir sem hafi valdið dauða Urey verði dregnir til ábyrgðar. Dominic Byrne, sem stýrir hjálparsamtökunum Presidium Network, sagði BBC að þeir aðskilnaðarsinnar sem hafi haldið Urey hafi komið í veg fyrir að starfsmenn Rauða krossins og annarra samtaka hafi getað séð Urey. Það hafi verið gert svo enginn gæti séð hvernig farið væri með hann.
Bretland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira