Breskur hjálparstarfsmaður lést í haldi Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2022 16:38 Paul Urey lést í haldi rússneskra aðskilnaðarsinna og Liz Truss, utanríkisráðherra Bretalands, segir að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar. Presidium Network/AP Paul Urey, breskur hjálparstarfsmaður sem handsamaður var af sveitum rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu, er dáinn. Hann er sagður hafa látið lífið í haldi Alþýðulýðveldisins Donetsk og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda og álags. Urey, sem var 45 ára gamall og með sykursýki eitt, var handsamaður í apríl fyrir utan borgina Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Með honum var annar tuttugu og tveggja ára breskur hjálparstarfsmaður sem heitir Dylan Healy. Samkvæmt frétt BBC munu þeir hafa verið þar til að bjarga konu sem var föst í borginni vegna innrásar Rússa. Urey hafði verið ákærður fyrir „málaliðastarfsemi“ en ríkismiðlar Rússlands birtu viðtal við hann þar sem sagðist hafa viljað sjá hvort ástandið í Úkraínu væri eins slæmt og fréttamiðlar sögðu. Óljóst er hvort hann hafi verið þvingaður í viðtalinu en fjölskylda hans segir hegðun hans hafa verið undarlega. BBC hefur eftir Dariu Morozova, yfirmanni mannréttindamála í Alþýðulýðveldinu svokallaða, að Urey hafi átt í öðrum veikindum og hafi verið í slæmu andlegu ástandi vegna afskiptaleysis yfirvalda í Bretlandi af fangavist hans. Morozova sakaði yfirvöld í Bretlandi um að útvega Urey ekki nauðsynleg lyf í gegnum Rauða krossinn. „Fyrir okkar leyti, þrátt fyrir alvarleika meintu brota hans, fékk Paul Urey viðeigandi læknaþjónustu,“ sagði Morozova. Hann hafi þó dáið vegna veikindanna og álagsins þann 10. júlí. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir yfirvöld í Rússlandi verða að bera fulla ábyrgð á dauða Urey, samkvæmt Sky News. Rússar og leppar þeirra haldi áfram að fremja ódæði í Úkraínu og þeir sem hafi valdið dauða Urey verði dregnir til ábyrgðar. Dominic Byrne, sem stýrir hjálparsamtökunum Presidium Network, sagði BBC að þeir aðskilnaðarsinnar sem hafi haldið Urey hafi komið í veg fyrir að starfsmenn Rauða krossins og annarra samtaka hafi getað séð Urey. Það hafi verið gert svo enginn gæti séð hvernig farið væri með hann. Bretland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Urey, sem var 45 ára gamall og með sykursýki eitt, var handsamaður í apríl fyrir utan borgina Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Með honum var annar tuttugu og tveggja ára breskur hjálparstarfsmaður sem heitir Dylan Healy. Samkvæmt frétt BBC munu þeir hafa verið þar til að bjarga konu sem var föst í borginni vegna innrásar Rússa. Urey hafði verið ákærður fyrir „málaliðastarfsemi“ en ríkismiðlar Rússlands birtu viðtal við hann þar sem sagðist hafa viljað sjá hvort ástandið í Úkraínu væri eins slæmt og fréttamiðlar sögðu. Óljóst er hvort hann hafi verið þvingaður í viðtalinu en fjölskylda hans segir hegðun hans hafa verið undarlega. BBC hefur eftir Dariu Morozova, yfirmanni mannréttindamála í Alþýðulýðveldinu svokallaða, að Urey hafi átt í öðrum veikindum og hafi verið í slæmu andlegu ástandi vegna afskiptaleysis yfirvalda í Bretlandi af fangavist hans. Morozova sakaði yfirvöld í Bretlandi um að útvega Urey ekki nauðsynleg lyf í gegnum Rauða krossinn. „Fyrir okkar leyti, þrátt fyrir alvarleika meintu brota hans, fékk Paul Urey viðeigandi læknaþjónustu,“ sagði Morozova. Hann hafi þó dáið vegna veikindanna og álagsins þann 10. júlí. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir yfirvöld í Rússlandi verða að bera fulla ábyrgð á dauða Urey, samkvæmt Sky News. Rússar og leppar þeirra haldi áfram að fremja ódæði í Úkraínu og þeir sem hafi valdið dauða Urey verði dregnir til ábyrgðar. Dominic Byrne, sem stýrir hjálparsamtökunum Presidium Network, sagði BBC að þeir aðskilnaðarsinnar sem hafi haldið Urey hafi komið í veg fyrir að starfsmenn Rauða krossins og annarra samtaka hafi getað séð Urey. Það hafi verið gert svo enginn gæti séð hvernig farið væri með hann.
Bretland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira