Stjórnmálamenn og almennir borgarar handsamaðir og pyntaðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2022 08:39 Að minnsta kosti 23 létust, þar af þrjú börn, í árás Rússa á Vinnytsia í gær. epa/Roman Pilipey Hundruð Úkraínumanna er haldið föngum á hernumdum svæðum landsins, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Bæði er um að ræða stjórnmálamenn og almenna borgara. Einn pólitíkus sagði í samtali við BBC að hann hefði verið handsamaður af rússneska hernum og beittur vatnspyntingum. Oleh Pylypenko, kjörinn leiðtogi Shevchenkivska í suðurhluta Úkraínu, segist hafa verið fangaður nærri Kherson 10. mars síðastliðinn, þegar hann vann að því að koma neyðaraðstoð til íbúa. Hann segist telja að hann hafi verið eftirlýstur af innrásarsveitum á svæðinu og þær hafi setið fyrir sér. Pylypenko var fluttur á flugvöll, þar sem hann segist hafa verið pyntaður í þrjá daga. „Þeir snertu ekki ökumanninn minn. Þeir yfirheyrðu bara mig. Þeir notuðu líkamlegt ofbeldi, rafstraum og helltu köldu vatni yfir mig þegar það var frost úti. Ég fékk kalsár á tærnar og skemmdir á rifbeinin og innri líffæri,“ segir Pylypenko. Hann segir Rússana einnig hafa lamið sig með gúmmíkylfu og sparkað í sig þar til það leið yfir hann. Hann segist ekki hefðu komist lífs af nema fyrir bílstjórann sinn, sem aðstoðaði hann allan tímann. Pylypenko segist sína hafa orðið bitbein milli ólíkra sveita Rússa; hluti þeirra hefðu viljað taka hann af lífi fyrir að koma upp um staðsetningu þeirra en herlögreglan hefði viljað aðstoð hans við að skipuleggja fangaskipti. Herlögreglan hafði vinningin og Pylypenko var að lokum sleppt. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 65 stjórnamálamenn í Úkraínu hafa verið handtekna af Rússum frá því að innrásin hófst. Þá hafi almennir borgarar einnig sætt pyntingum og verið látnir hverfa. Umfjöllun BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Oleh Pylypenko, kjörinn leiðtogi Shevchenkivska í suðurhluta Úkraínu, segist hafa verið fangaður nærri Kherson 10. mars síðastliðinn, þegar hann vann að því að koma neyðaraðstoð til íbúa. Hann segist telja að hann hafi verið eftirlýstur af innrásarsveitum á svæðinu og þær hafi setið fyrir sér. Pylypenko var fluttur á flugvöll, þar sem hann segist hafa verið pyntaður í þrjá daga. „Þeir snertu ekki ökumanninn minn. Þeir yfirheyrðu bara mig. Þeir notuðu líkamlegt ofbeldi, rafstraum og helltu köldu vatni yfir mig þegar það var frost úti. Ég fékk kalsár á tærnar og skemmdir á rifbeinin og innri líffæri,“ segir Pylypenko. Hann segir Rússana einnig hafa lamið sig með gúmmíkylfu og sparkað í sig þar til það leið yfir hann. Hann segist ekki hefðu komist lífs af nema fyrir bílstjórann sinn, sem aðstoðaði hann allan tímann. Pylypenko segist sína hafa orðið bitbein milli ólíkra sveita Rússa; hluti þeirra hefðu viljað taka hann af lífi fyrir að koma upp um staðsetningu þeirra en herlögreglan hefði viljað aðstoð hans við að skipuleggja fangaskipti. Herlögreglan hafði vinningin og Pylypenko var að lokum sleppt. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 65 stjórnamálamenn í Úkraínu hafa verið handtekna af Rússum frá því að innrásin hófst. Þá hafi almennir borgarar einnig sætt pyntingum og verið látnir hverfa. Umfjöllun BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira