Miklir skógareldar og hiti í Portúgal Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 19:31 Garðslangan má síns lítils gegn eldunum en fólk reynir allt til að bjarga heimilum sínum. Þessi mynd var tekin í Figueiras skammt frá Leiria í mið-Portúgal. AP/Joao Henriques Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið. Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus. Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus.
Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira