Mario Draghi, sem starfaði áður sem bankastjóri Evrópska seðlabankans, hefur verið forsætisráðherra síðan í febrúar á síðasta ári. Samkvæmt tilkynningu frá honum mun hann segja af sér í kvöld.
Giuseppe Conte, leiðtogi Five Star, hefur sagt að Draghi og fleiri innan ríkisstjórnarinnar hafi lítið til að bæta kjör fólks í landinu. Draghi var gerður að forsætisráðherra af forsetanum Sergio Matterella til að koma Ítölum úr því krefjandi efnahagsástandi sem nú ríkir þar í landi.