Fótbolti

Arnór endur­nýjar kynnin við Norr­köping

Hjörvar Ólafsson skrifar
Arnór SIgurðsson mun leika með Norrköping á komandi keppnistímabili.
Arnór SIgurðsson mun leika með Norrköping á komandi keppnistímabili. Getty

Arnór Sigurðsson er genginn til liðs sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping en hann kemur þangað á lánssamningi frá CSKA Moskvu. 

Arnór, sem er enn samningsbundinn CSKA Moskvu, nýtti sér ákvæði alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, til þess að frysta samning sinn hjá rússneska félaginu og koma sér í annað félag. 

Hjá Norrköping mun Arnór leika með Ara Frey Skúlasyni en Jóhannes Kristinn Bjarnason er einnig á mála hjá félaginu. 

Þá er hann að endurnýja kynni sín við Norrköping en hann lék með liðinu frá 2017 til 2018 áður en hann gekk til liðs við CSKA Mosvku.

Skagamaðurinn var á láni hjá Venezia seinni hluta síðasta keppnistímabils en hann lék níu leiki með ítalska liðinu. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.