Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2022 16:55 Barnakerra liggur nærri staðnum þar sem minnst ein eldflaug lenti í borginni. Minnst þrjú börn dóu í árásinni. AP/Efrem Lukatsky Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. Eldflaugarnar eru sagðar hafa verið af gerðinni Kalibr en Úkraínumenn segjast hafa skotið niður einhverjar af eldflaugunum sem skotið var af borginni.. 52 eru á sjúkrahúsi og þar af minnst fimm í alvarlegu ástandi en 39 er saknað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Minnst þrjú börn eru sögð vera meðal hinna látnu. Rússar, sem halda því ranglega fram að þeir geri ekki árásir á neitt nema hernaðarleg skotmörk, hafa ekki viðurkennt árásina en Margarita Simonyan, ritstjóri rússneska ríkismiðilsins RT, sagðist í dag hafa heimildir fyrir því að árás hefði verið gerð á byggingu í Vinnitsía, því sú bygging hýsti „nasista“. Ráðamenn í Rússlandi hafa frá upphafi innrásarinnar logið því að nasistar stjórni Úkraínu. Það að bjarga íbúum Úkraínu undan oki þessara meintu nasista er ein af mörgum ástæðum sem Rússar segja fyrir innrásinni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn hafa lýst árásinni sem stríðsglæp en Rússar standa frammi fyrir fjölmörgum trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi eins og fjöldamorð og nauðganir í Úkraínu. Selenskí sagði á alþjóðlegri ráðstefnu í Haag, þar sem fulltrúar um fjörutíu ríkja ræða hvernig rannsaka eigi meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu, að árásin hefði verið gerð á byggingu sem hýsti heilsugæslustöð og önnur hús. Þar að auki hafi kviknað í um fimmtíu bílum. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tísti myndum af eftirmálum árásarinnar í dag. Hann sagði Rússa gera markvissar árásir á borgara til að dreifa ótta. Rússland væri hryðjuverkaríki og það þyrfti að skilgreina ríkið sem slíkt. Already 20 civilians have been confirmed dead following a Russian missile strike on Vinnytsia. Three children, including a toddler in the photo. This is terrorism. Deliberate murder of civilians to spread fear. Russia is a terrorist state and must be legally recognized as such. pic.twitter.com/AGMCbbjDH4— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) July 14, 2022 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. 13. júlí 2022 22:09 Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. 13. júlí 2022 12:00 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Eldflaugarnar eru sagðar hafa verið af gerðinni Kalibr en Úkraínumenn segjast hafa skotið niður einhverjar af eldflaugunum sem skotið var af borginni.. 52 eru á sjúkrahúsi og þar af minnst fimm í alvarlegu ástandi en 39 er saknað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Minnst þrjú börn eru sögð vera meðal hinna látnu. Rússar, sem halda því ranglega fram að þeir geri ekki árásir á neitt nema hernaðarleg skotmörk, hafa ekki viðurkennt árásina en Margarita Simonyan, ritstjóri rússneska ríkismiðilsins RT, sagðist í dag hafa heimildir fyrir því að árás hefði verið gerð á byggingu í Vinnitsía, því sú bygging hýsti „nasista“. Ráðamenn í Rússlandi hafa frá upphafi innrásarinnar logið því að nasistar stjórni Úkraínu. Það að bjarga íbúum Úkraínu undan oki þessara meintu nasista er ein af mörgum ástæðum sem Rússar segja fyrir innrásinni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn hafa lýst árásinni sem stríðsglæp en Rússar standa frammi fyrir fjölmörgum trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi eins og fjöldamorð og nauðganir í Úkraínu. Selenskí sagði á alþjóðlegri ráðstefnu í Haag, þar sem fulltrúar um fjörutíu ríkja ræða hvernig rannsaka eigi meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu, að árásin hefði verið gerð á byggingu sem hýsti heilsugæslustöð og önnur hús. Þar að auki hafi kviknað í um fimmtíu bílum. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tísti myndum af eftirmálum árásarinnar í dag. Hann sagði Rússa gera markvissar árásir á borgara til að dreifa ótta. Rússland væri hryðjuverkaríki og það þyrfti að skilgreina ríkið sem slíkt. Already 20 civilians have been confirmed dead following a Russian missile strike on Vinnytsia. Three children, including a toddler in the photo. This is terrorism. Deliberate murder of civilians to spread fear. Russia is a terrorist state and must be legally recognized as such. pic.twitter.com/AGMCbbjDH4— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) July 14, 2022
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. 13. júlí 2022 22:09 Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. 13. júlí 2022 12:00 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23
Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. 13. júlí 2022 22:09
Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. 13. júlí 2022 12:00
Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21