Innlent

Hrafn Jökuls­son með fjórða stigs krabba­mein

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hrafn Jökulsson hefur greinst með krabbameinsæxli í hálsi.
Hrafn Jökulsson hefur greinst með krabbameinsæxli í hálsi.

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð.

Hrafn, sem verður 57 ára seinna á árinu, segist vera á leiðinni „beint í úrslitaleikinn“ þar sem þegar krabbameinið greinist hafi það verið komið á hæsta stig, fjórða stig B.

Um er að ræða flöguþekjukrabbamein en Hrafn hefur skírt æxlið „Surtla“. Meðferðin sem hann fer nú í sé fyrst og fremst til að halda Surtlu í skefjum en að hans sögn eru batalíkur hverfandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×