Innlent

Kolfinna Jóhannesdóttir nýr skólameistari Kvennaskólans

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kolfinna Jóhannesdóttir.
Kolfinna Jóhannesdóttir. stjórnarráðið

Kolfinna Jóhannesdóttir er nýr skólameistari Kvennaskólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra,skipaði Kolfinnu Jóhannesdóttur í embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. ágúst.

Kolfinna starfaði sem sviðsstjóri greiningarsviðs Menntamálastofnunar 2018–2022 og sérfræðingur á sviði framhaldsskólamála og teymisstjóri framhaldsskóla- og velferðarmála hjá stofnuninni 2016–2018. Hún var skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar 2011–2014 þegar hún tók við starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar sem hún gegndi til ársins 2016.

Kolfinna er með háskólapróf í rekstrarfræðum frá Samvinnuháskólanum á Bifröst, B.S.-gráðu í viðskiptafræði og M.A.-gráðu í hagnýtum hagvísindum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hún er jafnframt með diplómu í kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík, diplómu í menntaforystu og stjórnun frá Háskólanum í Nottingham. Hún hefur stundað doktorsnám á sviði menntavísinda frá árinu 2016, fyrst við Háskólann í Nottingham og síðan við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×