Erlent

Átta í framboði í leiðtogakjörinu sem hefst í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Átta uppfylltu skilyrði til þátttöku í leiðtogakjörinu.
Átta uppfylltu skilyrði til þátttöku í leiðtogakjörinu. AP

Leiðtogakjör breska íhaldsflokksins hefst um hádegisbil í dag en átta eru í framboði sem vilja taka við stjórnartaumunum í flokknum af Boris Johnson.

Fyrsta umferð fer þannig fram að þingmenn flokksins greiða atkvæði og allir þeir sem fá færri en þrjátíu detta út. 

Þau átta sem sækjast eftir embættinu eru Kemi Badenoch, Suella Braverman, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt, Rishi Sunak, Liz Truss, Tom Tugendhat og Nadhim Zahawi. 

Á næstu dögum verða síðan nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem sá sem fær fæst atkvæði dettur út, uns aðeins standa eftir tveir. Kosið verður á milli þeirra í póstkosningu sem allir meðlimir Íhaldsflokksins geta tekið þátt í, eða um 160 þúsund manns. 

Tveir drógu sig úr keppninni í gær, þeir Sajid Javid og Rehman Chishti, en þeim tókst ekki að afla sér tuttugu stuðningsatkvæðum sem var þröskuldurinn fyrir framboði. Samgönguráðherrann Grant Shapps hætti sömuleiðis við að bjóða sig fram og lýsti yfir stuðningi við Sunak.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×