Vilja lífrænar jólaskreytingar á leiðin í kirkjugörðum Reykjavíkur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2022 20:04 Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur og Helena Sif með lífrænar jólaskreytingar eins og þau vilja sjá á leiðum um næstu jól. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn kirkjugarð Reykjavíkur eru farnir að huga að jólaskreytingum á leiðin fyrir næstu jól því þeir vilja að aðstandendur komi með lífrænar jólaskreytingar með eplum og appelsínum á leiðin. Þeir hafa búið til nokkrar þannig prufu skreytingar. Starfsfólk kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hefur fengið sig fullsadda af þeim jólaskreytingum, sem aðstandendur hafa komið með á leiði síns fólks í gegnum árin því það er svo mikið af kúlum, seríum, vírum og fleiru á skreytingunum, sem starfsmennirnir þurfa alltaf að klippa af eftir jólin og flokka með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir kirkjugarðana. Nú vilja þeir umbreyta öllu og biðja fólk hér eftir að koma með lífrænar jólaskreytingar eins og Helena verkstjóri í Gufuneskirkjugarði hefur verið að búa til. Á milli 15 og 20 þúsund leiði eru í garðinum. „Við erum svona aðeins að reyna að undirbúa jólin og hvetja fólk til að búa til lífrænar jólaskreytingar. Þetta er bara mjög einfalt, epli og appelsína, Hörborði og voða fallegt,“ segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, verkstjóri í Gufuneskirkjugarði. Hún segir mjög dýrt fyrir kirkjugarðana að farga jólaskreytingum af leiðum eftir hver jól. „Já, þetta er mest megnis plast og vír, sem er á þessum greinum. Þetta þurfum við allt að flokka og senda frá okkur í Sorpu og það er bara orðið ofboðslega dýrt og þetta tekur ofboðslega langan tíma, tíma sem við gætum annars notað í að hirða leiðin og hirða garðinn,“ segir Helena. næstu jól. Helena Sif hefur verið að prófa nokkrar mismunandi útgáfur af skreytingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helena segir líka mjög leiðinlegt að sjá hvernig fólk hunsar merkingar í kirkjugarðinum, þar sem stendur til dæms að bara megi fara lífrænt ofan í, eru fullt af ruslapokum og öðru plasti, sem má alls ekki fara í "Fólk er mjög óduglegt að hjálpa okkur við að flokka.“ Helena er ánægð með hvernig lífrænu jólaskreytingarnar koma út á leiðunum. „Þetta kemur bara virkilega vel út og svona vil ég að þetta verði um næstu jól. Ég er viss um að fólk hlustar og fer eftir þessum tilmælum okkar,“ segir Helena að síðustu. Hörborði, epli, appelsína og mandarína á greina er það sem starfsfólk kirkjugarðanna vill sjá á leiðum kirkjugarða Reykjavíkur framvegis um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kirkjugarðar Jól Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Starfsfólk kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hefur fengið sig fullsadda af þeim jólaskreytingum, sem aðstandendur hafa komið með á leiði síns fólks í gegnum árin því það er svo mikið af kúlum, seríum, vírum og fleiru á skreytingunum, sem starfsmennirnir þurfa alltaf að klippa af eftir jólin og flokka með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir kirkjugarðana. Nú vilja þeir umbreyta öllu og biðja fólk hér eftir að koma með lífrænar jólaskreytingar eins og Helena verkstjóri í Gufuneskirkjugarði hefur verið að búa til. Á milli 15 og 20 þúsund leiði eru í garðinum. „Við erum svona aðeins að reyna að undirbúa jólin og hvetja fólk til að búa til lífrænar jólaskreytingar. Þetta er bara mjög einfalt, epli og appelsína, Hörborði og voða fallegt,“ segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, verkstjóri í Gufuneskirkjugarði. Hún segir mjög dýrt fyrir kirkjugarðana að farga jólaskreytingum af leiðum eftir hver jól. „Já, þetta er mest megnis plast og vír, sem er á þessum greinum. Þetta þurfum við allt að flokka og senda frá okkur í Sorpu og það er bara orðið ofboðslega dýrt og þetta tekur ofboðslega langan tíma, tíma sem við gætum annars notað í að hirða leiðin og hirða garðinn,“ segir Helena. næstu jól. Helena Sif hefur verið að prófa nokkrar mismunandi útgáfur af skreytingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helena segir líka mjög leiðinlegt að sjá hvernig fólk hunsar merkingar í kirkjugarðinum, þar sem stendur til dæms að bara megi fara lífrænt ofan í, eru fullt af ruslapokum og öðru plasti, sem má alls ekki fara í "Fólk er mjög óduglegt að hjálpa okkur við að flokka.“ Helena er ánægð með hvernig lífrænu jólaskreytingarnar koma út á leiðunum. „Þetta kemur bara virkilega vel út og svona vil ég að þetta verði um næstu jól. Ég er viss um að fólk hlustar og fer eftir þessum tilmælum okkar,“ segir Helena að síðustu. Hörborði, epli, appelsína og mandarína á greina er það sem starfsfólk kirkjugarðanna vill sjá á leiðum kirkjugarða Reykjavíkur framvegis um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kirkjugarðar Jól Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira