Innlent

Ekkert barn veiktist al­var­lega af Co­vid-19 fyrir haustið 2021

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rannsóknin náði til barna 18 ára og yngri en Ásgeir segir augljóst að einkennin aukist með hverju aldursári.
Rannsóknin náði til barna 18 ára og yngri en Ásgeir segir augljóst að einkennin aukist með hverju aldursári. Vísir/Vilhelm

Ekkert þeirra barna sem greindust með Covid-19 fyrir haustið 2021 varð alvarlega veikt, þrátt fyrir að börnin hefðu ekki verið bólusett. Tæpur fjórðungur var einkennalaus en þrjú af hverjum fjórum sýndu meðalmikil einkenni.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við Barnaspítala Hringsins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. 

Það voru læknarnir Ásgeir Haraldsson, Kristín Björnsdóttir og Þorvaldur Löve sem unnu rannsóknina, undir stjórn Valtýs S. Thors.

Morgunblaðið ræddi við Ásgeir sem sagðist þrátt fyrir þetta telja bólusetningar barna skynsamlegar. Þær hafi líklega orðið til þess að Delta-afbrigðið „varð ekki verra en það varð“.

„Þó að börnin sjálf verði ekki jafn alvarlega veik þá eru þau smitberar og þau fara að heimsækja ömmur og afa sem eru viðkvæmari fyrir veirunni,“ segir Ásgeir.

Ásgeir segir nokkur atriði skýra það hvers vegna börn veiktust síður en fullorðnir; yfirborðssameindir sem veiran notar til að festast og valda sýkingu séu síður þroskaðar í börnum, börn kunni að hafa myndað krossónæmi eftir nýlegt smit af annarri kórónuveiru og að bólgusvar líkamans sé hægara og mildara hjá börnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.