Konur með um 86 prósent af heildarlaunum karla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2022 19:00 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. vísir Konur sem vinna fulla vinnu eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla, en launamunurinn er mestur hjá ríkinu. Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á þremur árum, eða um tæp 23 prósent. Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl árið 2019 til janúar á þessu ári. Helstu niðurstöður eru þær að fjárhagsstaða heimilanna er óvenjusterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Laun kvenna hafa í flestum tilfellum hækkað meira en karla. Það skýrist af því að áhersla hefur verið lögð á að hækka lægstu launin og konur líklegri til að hafa lág laun. „En ef við skoðum grunnlaunin t.d. þá er ekkert ýkja mikill munur á grunnlaunum karla og kvenna en það eykst þegar við förum að skoða heildarlaunin. Konur eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla og þá erum við að tala um fullvinnandi einstaklinga,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. Minnstur launamunur hjá Reykjavíkurborg Launamunur kynjanna er mestur hjá ríkinu. „Þar erum við komin með 85 prósent af launum karla en hann er töluvert minni hjá Reykjavíkurborg þar sem konur eru 5 prósent lægri en karlarnir. Þær eru með 95 prósent af heildarlaunum karla, hjá Reykjavíkurborg.“ Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka.“ Samsetning heildarlauna.stöð2/grafík Þeir sem vinna fulla vinnu voru með að jafnaði 823 þúsund á mánuði árið 2021. „Töluvert mismunandi eftir því hvaða atvinnurekendur eiga í hlut. Það er lægra hjá sveitarfélögunum, í kringum 680 þúsund og hæst hjá ríkinu sem atvinnurekenda, 903 þúsund að jafnaði á mánuði.“ Vinnumarkaður Kjaramál Fjármál heimilisins Jafnréttismál Tengdar fréttir Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl árið 2019 til janúar á þessu ári. Helstu niðurstöður eru þær að fjárhagsstaða heimilanna er óvenjusterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Laun kvenna hafa í flestum tilfellum hækkað meira en karla. Það skýrist af því að áhersla hefur verið lögð á að hækka lægstu launin og konur líklegri til að hafa lág laun. „En ef við skoðum grunnlaunin t.d. þá er ekkert ýkja mikill munur á grunnlaunum karla og kvenna en það eykst þegar við förum að skoða heildarlaunin. Konur eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla og þá erum við að tala um fullvinnandi einstaklinga,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. Minnstur launamunur hjá Reykjavíkurborg Launamunur kynjanna er mestur hjá ríkinu. „Þar erum við komin með 85 prósent af launum karla en hann er töluvert minni hjá Reykjavíkurborg þar sem konur eru 5 prósent lægri en karlarnir. Þær eru með 95 prósent af heildarlaunum karla, hjá Reykjavíkurborg.“ Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka.“ Samsetning heildarlauna.stöð2/grafík Þeir sem vinna fulla vinnu voru með að jafnaði 823 þúsund á mánuði árið 2021. „Töluvert mismunandi eftir því hvaða atvinnurekendur eiga í hlut. Það er lægra hjá sveitarfélögunum, í kringum 680 þúsund og hæst hjá ríkinu sem atvinnurekenda, 903 þúsund að jafnaði á mánuði.“
Vinnumarkaður Kjaramál Fjármál heimilisins Jafnréttismál Tengdar fréttir Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49