Fótbolti

Samkomulag um kaupverð á Sterling í höfn

Hjörvar Ólafsson skrifar
Raheem Sterling verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Chelsea á allra næstu dögum. 
Raheem Sterling verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Chelsea á allra næstu dögum.  Vísir/Getty

Chelsea hefur samþykkt að greiða Manchester City 47.5 milljón pund fyrir enska landsliðsframherjann Raheem Sterling.

Sterling hefur nú þegar samið við Chelsea um kaup og kjör og því er læknisskoðun næst á dagskrá hjá honum. 

Forráðamenn Chelsea vonast til þess að allt verði klappað og klárt og félagaskiptin gangi í gegn í tæka tíð fyrir ferð liðsins til Bandaríkjanna. 

Samningur Sterling við Chelsea er til fimm ára en hann hefur leikið með Manchester City síðan hann gekk til liðs við félagið frá Liverpool árið 2015. 

Á tíma sínum hjá Manchester City hefur hann orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni, deildarbikarmeistari þrisvar snnum. 

Sterling hefur lagt upp eða skorað 165 mörk í 320 leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrst fyrir Liverpool og svo Manchester City. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×