Fótbolti

Emil Ásmundsson snýr aftur í Fylki

Atli Arason skrifar
Emil Ásmundsson er kominn aftur í appelsínugult.
Emil Ásmundsson er kominn aftur í appelsínugult. vísir/bára

Emil Ásmundsson, leikmaður KR, hefur verið lánaður til uppeldisfélags síns í Árbænum. Emil mun því leika með Fylki í Lengjudeildinni í sumar.

Emil skipti yfir til KR árið 2020 en sífeld meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir. Alls hefur hann bara leikið tvo deildarleiki fyrir þá svarthvítu á sínum tíma í Vesturbænum.

Emil hefur ekki verið í leikmannahóp KR í þeim 12 leikjum sem liðið hefur spilað í deildinni á þessu tímabili.

Fylkir er í baráttu um að komast upp úr Lengjudeildinni en liðið er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir topp liði Gróttu. KR-ingar vonast eflaust eftir því að Emil finni sitt gamla form með uppeldisfélaginu og snúi meiðslalaus til baka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.