Erlent

Skapari Yu-Gi-Oh! fannst látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kazuki Takahashi skapaði Yu-Gi-Oh! teiknimyndasögurnar.
Kazuki Takahashi skapaði Yu-Gi-Oh! teiknimyndasögurnar. EPA/Peter Endig

Kazuki Takahashi, skapari Yu-Gi-Oh! teiknimyndasagnanna, fannst látinn í gær. Lík hans fannst við strendur Okinawa-eyju í Japan en hann hafði verið að snorkla.

Í frétt CNN segir að Takahashi hafi verið með froskalappir og grímu á sér þegar hann fannst. Verið er að rannsaka hvernig dauða hans bar að.

Yu-Gi-Oh! er ein vinsælasta „manga“-teiknimyndasögusería sögunnar og var fyrst gefin út árið 1996. Sögurnar nutu gífurlegra vinsælda og í kjölfar þeirra var framleiðsla á teiknimyndaþáttum hafin. Alls hafa verið gerðar tíu þáttaraðir og fjórar kvikmyndir sem byggðar eru á verkum Takahashi.

Þá gerði japanska fyrirtækið Konami safnkortaspil sem byggð voru á Yu-Gi-Oh! og var leikurinn í kringum spilin ansi vinsæll, þá sérstaklega við upphaf 21. aldar. Yu-Gi-Oh! skráði sig í heimsmetabók Guinness árið 2011 þegar safnkortaspilin urðu þau söluhæstu í sögunni en í dag hafa um 35 milljarðar spila verið seld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×