„Það er pólitísk nálykt af þessu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2022 07:01 Andrés telur það enga tilviljun að í fyrsta skipti sem breyting á aðalskipulagi sem ryður leið að vindorkuverum fyrir almennan markað sé samþykkt sé það í landi nátengdu Framsóknarmönnum. Vísir/Samsett/vilhelm/aðsend Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. „Þarna er búið að setja fram og staðfesta stefnu sveitarfélags um stórkostlega grófa iðnaðarstarfsemi,“ segir Andrés Skúlason, verkefnastjóri hjá Landvernd, sem hefur fylgst lengi með málinu. Það hefur verið pólitískt hitamál í sveitarfélaginu lengi og Andrés segir þessa breytingu sveitarfélagsins þvert á vilja stórs hluta samfélagsins. „Það á að setja laga- og regluumgjörð um þetta á komandi þingvetri. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því er sveitarfélagið búið að eyða mökk af fjármunum í að skipuleggja vindorkuver í slag við íbúana. Því samfélögin þarna eru klofin í herðar niður í kring um þessi mál,“ segir Andrés. Komu breytingunum loks í gegn Dalabyggð hefur áður reynt að koma breytingunum í gegn en Skipulagsstofnun ekki viljað samþykkja þær vegna ýmissa vankanta. Málinu var þá skotið til innviðaráðherra í vor sem hafnaði einnig breytingunum. Með breytingunum átti að breyta landbúnaðarsvæði í landi Sólheima og Hróðnýjarstaði í iðnaðarsvæði en með því að gera það einnig að svokölluðu varúðarsvæði komst málið í gegn um Skipulagsstofnun nú í lok júnímánaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík breyting á aðalskipulagi er samþykkt undir vindorkuver fyrir almennan markað en það eru félögin Quadran og Storm Orka sem vilja reisa þar vindorkuver. Andrés kveðst viss um að pólitísk tengsl hafi greitt fyrir málinu en fjölskylda Ásmundar Einars Daðasonar, hefur verið stórtæk í jarðauppkaupum í Dölum síðustu ár. Stundin fjallaði ítarlega um þau árið 2018. „Innviðaráðherra átti náttúrulega enga aðra úrkosti en að fara eftir tillögu Skipulagsstofnunar og synja Dalabyggð fyrst um breytinguna, því hún var ekki í samræmi við lög. En það er algjörlega ljóst að eitthvað hefur gerst í millitíðinni sem verður þess valdandi að það liggur svona á að keyra þetta í gegn. Og þá skulum við ekkert horfa fram hjá því að þetta er fyrsta skipulagið sem er staðfest fyrir erlent orkufyrirtæki… Það er bara óvart í landi sem er ekki óskylt Framsóknarflokknum. Það er pólitísk nálykt af þessu,“ segir Andrés. Fólk átti sig ekki á áhrifunum Hann bendir á að á fjórða tug vindorkukosta hafi verið komnir inn í rammaáætlun. Um 90 prósent þeirra séu í erlendri eigu. „En öll þessi fyrirtæki eru með íslenska milliliði. Þetta eru fyrirtæki sem hafa lent í málaferlum vegna ágengni sinnar við nærsamfélögin erlendis. Og þá skulum við endilega reyna að draga þau sem bera enga virðingu fyrir samfélaginu þvert yfir landið!“ Andrés er eins og flestir sjá ansi mótfallinn uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Hann skýrir mál sitt; lítil sem engin atvinna fáist af þeim og þeir séu mun meira mengandi en almennt sé haldið fram í umræðunni. „Það vantar fyrirhyggju og framtíðarsýn hér. Það hefur ekki átt sér stað nein vitræn umræða um vindorkuver hér á Íslandi. Það má benda á það að samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru hafðar í dag þá eru að puðrast út í loftið svona um 60 kíló af baneitruðu örplasti frá einni svona vindmyllu á ári,“ segir Andrés. Þá sé umhverfisþátturinn gríðarlegur. Mikið jarðrask hljótist af stórum vindorkuverum og Landvernd hefur áður lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af áhrifum vindorkuvera á haförninn sem á einmitt heima í Dölunum. „Það er engin önnur tegund af orku sem mun hafa jafn skaðleg áhrif á íslenska náttúru og lífríki eins og þetta. Þetta eru náttúruspjöll af áður óþekktri stærðargráðu yrði þetta að veruleika,“ segir Andrés. Uppfært 8:28: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð í inngangi að Umhverfisstofnun hafi samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna vindorkuveranna. Hið rétta er að Skipulagsstofunun hafi samþykkt breytinguna og hefur fréttinni verið breytt í samræmi. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Dalabyggð Vindorka Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Þarna er búið að setja fram og staðfesta stefnu sveitarfélags um stórkostlega grófa iðnaðarstarfsemi,“ segir Andrés Skúlason, verkefnastjóri hjá Landvernd, sem hefur fylgst lengi með málinu. Það hefur verið pólitískt hitamál í sveitarfélaginu lengi og Andrés segir þessa breytingu sveitarfélagsins þvert á vilja stórs hluta samfélagsins. „Það á að setja laga- og regluumgjörð um þetta á komandi þingvetri. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því er sveitarfélagið búið að eyða mökk af fjármunum í að skipuleggja vindorkuver í slag við íbúana. Því samfélögin þarna eru klofin í herðar niður í kring um þessi mál,“ segir Andrés. Komu breytingunum loks í gegn Dalabyggð hefur áður reynt að koma breytingunum í gegn en Skipulagsstofnun ekki viljað samþykkja þær vegna ýmissa vankanta. Málinu var þá skotið til innviðaráðherra í vor sem hafnaði einnig breytingunum. Með breytingunum átti að breyta landbúnaðarsvæði í landi Sólheima og Hróðnýjarstaði í iðnaðarsvæði en með því að gera það einnig að svokölluðu varúðarsvæði komst málið í gegn um Skipulagsstofnun nú í lok júnímánaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík breyting á aðalskipulagi er samþykkt undir vindorkuver fyrir almennan markað en það eru félögin Quadran og Storm Orka sem vilja reisa þar vindorkuver. Andrés kveðst viss um að pólitísk tengsl hafi greitt fyrir málinu en fjölskylda Ásmundar Einars Daðasonar, hefur verið stórtæk í jarðauppkaupum í Dölum síðustu ár. Stundin fjallaði ítarlega um þau árið 2018. „Innviðaráðherra átti náttúrulega enga aðra úrkosti en að fara eftir tillögu Skipulagsstofnunar og synja Dalabyggð fyrst um breytinguna, því hún var ekki í samræmi við lög. En það er algjörlega ljóst að eitthvað hefur gerst í millitíðinni sem verður þess valdandi að það liggur svona á að keyra þetta í gegn. Og þá skulum við ekkert horfa fram hjá því að þetta er fyrsta skipulagið sem er staðfest fyrir erlent orkufyrirtæki… Það er bara óvart í landi sem er ekki óskylt Framsóknarflokknum. Það er pólitísk nálykt af þessu,“ segir Andrés. Fólk átti sig ekki á áhrifunum Hann bendir á að á fjórða tug vindorkukosta hafi verið komnir inn í rammaáætlun. Um 90 prósent þeirra séu í erlendri eigu. „En öll þessi fyrirtæki eru með íslenska milliliði. Þetta eru fyrirtæki sem hafa lent í málaferlum vegna ágengni sinnar við nærsamfélögin erlendis. Og þá skulum við endilega reyna að draga þau sem bera enga virðingu fyrir samfélaginu þvert yfir landið!“ Andrés er eins og flestir sjá ansi mótfallinn uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Hann skýrir mál sitt; lítil sem engin atvinna fáist af þeim og þeir séu mun meira mengandi en almennt sé haldið fram í umræðunni. „Það vantar fyrirhyggju og framtíðarsýn hér. Það hefur ekki átt sér stað nein vitræn umræða um vindorkuver hér á Íslandi. Það má benda á það að samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru hafðar í dag þá eru að puðrast út í loftið svona um 60 kíló af baneitruðu örplasti frá einni svona vindmyllu á ári,“ segir Andrés. Þá sé umhverfisþátturinn gríðarlegur. Mikið jarðrask hljótist af stórum vindorkuverum og Landvernd hefur áður lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af áhrifum vindorkuvera á haförninn sem á einmitt heima í Dölunum. „Það er engin önnur tegund af orku sem mun hafa jafn skaðleg áhrif á íslenska náttúru og lífríki eins og þetta. Þetta eru náttúruspjöll af áður óþekktri stærðargráðu yrði þetta að veruleika,“ segir Andrés. Uppfært 8:28: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð í inngangi að Umhverfisstofnun hafi samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna vindorkuveranna. Hið rétta er að Skipulagsstofunun hafi samþykkt breytinguna og hefur fréttinni verið breytt í samræmi.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Dalabyggð Vindorka Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira