Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2022 14:02 Kona sem særðist í árás Rússa á Kramatorsk fær aðhlynningu bráðaliða í sjúkrabíl í dag. AP/Nariman El-Mofty Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum fimm mánuðum hafa Úkraínumenn þrábeðið Vesturlönd að útvega þeim nútímaleg þungavopn sem nú hafa borist þeim. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að nú væru þessar vopnasendingar loksins farnar að skila árangri í stríðinu við Rússa. Rússar gera stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á fjölda borga og bæja í Úkraínu en segja árásirnar ekki beinast að óbreyttum borgurum. Hér sjást miklar skemmdir á fjölbýlishúsi í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Þeirra á meðal eru fjölodda færanlegir skotpallar fyrir langdrægar og mjög nákvæmar eldflaugar sem Bandaríkjamenn útveguðu. Forsetinn segir varnarlið Úkraínu hafa náð að valda innrásarliðinu verulegu tjóni með árásum á birgðastöðvar og aðra mikilvæga staði hjá hersveitum Rússa. Marumbeðin vestræn þungavopn virðast nú hafa skilað sér til Úkraínu því Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir vopin loks hafa nýst til að valda verulegu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu.AP/Andrew Kravchenko „Þessar árásir hafa dregið verulega úr árásargetu rússneska hersins. Tjón innrásarliðsins mun eingöngu aukast á næstu vikum og það mun draga úr getu þeirra til birgðaflutninga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Forsetinn skoraði á alla þá sem væru í sambandi við íbúa í þeim hluta í suðurhluta landsins sem Rússar hefðu hernumið, eins og í Kherson og öðrum borgum, að segja íbúunum sannleikann. Að stjórnvöld Úkraínu hefðu ekki gleymt þeim. „Úkraínskar hersveitir sækja nú fram í nokkrar hernaðarlega mikilvægar áttir, sérstaklega í suðurhluta landsins, í héruðunum Kherson og Zaporizhzhia,“ sagði Zelenskyy. Sextíu og sex ára nafni forseta Úkraínu (Volodymyr) situr særður og blóðugur í eyðilagðri íbúð sinni í borginni Kramatorsk í Donetsk héraði þar sem miklir bardagar hafa verið undanfarna daga.AP/Nariman El-Mofty Varnarlið Úkraínu væri að berjast um yfirráðin um allan suðurhluta landsins og Donbas svæðisins í austurhlutanum. „Þar eru nú hörðustu bardagarnir, í nágrenni Slovyansk og Bakhmut. Við erum einnig að berjast um yfirráðin í Kherson héraði. Innrásarliðið skal ekki ímynda sér að vera þess í landinu sé til langframa og að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Volodymyr Zelenskyy í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum fimm mánuðum hafa Úkraínumenn þrábeðið Vesturlönd að útvega þeim nútímaleg þungavopn sem nú hafa borist þeim. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að nú væru þessar vopnasendingar loksins farnar að skila árangri í stríðinu við Rússa. Rússar gera stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á fjölda borga og bæja í Úkraínu en segja árásirnar ekki beinast að óbreyttum borgurum. Hér sjást miklar skemmdir á fjölbýlishúsi í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Þeirra á meðal eru fjölodda færanlegir skotpallar fyrir langdrægar og mjög nákvæmar eldflaugar sem Bandaríkjamenn útveguðu. Forsetinn segir varnarlið Úkraínu hafa náð að valda innrásarliðinu verulegu tjóni með árásum á birgðastöðvar og aðra mikilvæga staði hjá hersveitum Rússa. Marumbeðin vestræn þungavopn virðast nú hafa skilað sér til Úkraínu því Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir vopin loks hafa nýst til að valda verulegu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu.AP/Andrew Kravchenko „Þessar árásir hafa dregið verulega úr árásargetu rússneska hersins. Tjón innrásarliðsins mun eingöngu aukast á næstu vikum og það mun draga úr getu þeirra til birgðaflutninga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Forsetinn skoraði á alla þá sem væru í sambandi við íbúa í þeim hluta í suðurhluta landsins sem Rússar hefðu hernumið, eins og í Kherson og öðrum borgum, að segja íbúunum sannleikann. Að stjórnvöld Úkraínu hefðu ekki gleymt þeim. „Úkraínskar hersveitir sækja nú fram í nokkrar hernaðarlega mikilvægar áttir, sérstaklega í suðurhluta landsins, í héruðunum Kherson og Zaporizhzhia,“ sagði Zelenskyy. Sextíu og sex ára nafni forseta Úkraínu (Volodymyr) situr særður og blóðugur í eyðilagðri íbúð sinni í borginni Kramatorsk í Donetsk héraði þar sem miklir bardagar hafa verið undanfarna daga.AP/Nariman El-Mofty Varnarlið Úkraínu væri að berjast um yfirráðin um allan suðurhluta landsins og Donbas svæðisins í austurhlutanum. „Þar eru nú hörðustu bardagarnir, í nágrenni Slovyansk og Bakhmut. Við erum einnig að berjast um yfirráðin í Kherson héraði. Innrásarliðið skal ekki ímynda sér að vera þess í landinu sé til langframa og að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Volodymyr Zelenskyy í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50