Fótbolti

Íslenskir dómarar á tveimur völlum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður í eldlínunni í kvöld. 
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður í eldlínunni í kvöld.  Vísir/Diego

Það eru ekki bara KR og Breiðablik sem verða fulltrúar Íslands í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Það verða íslensk dómarateymi á tveimur völlum.

Það eru ekki bara KR og Breiðablik sem verða fulltrúar Íslands í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag. 

Það verða íslensk dómarateymi á tveimur völlum. 

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Derry City FC og Riga FC en honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Leikurinn fer fram í Derry á Norður Írlandi. 

Þá dæmir Helgi Mikael Jónasson dæmir viðureign FCB Magpies og Crusaders FC sem leikinn verður í Gíbraltar. Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs verða aðstoðardómarar í þeim og fjórði dómari verður Jóhann Ingi Jónsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.