Elkem þarf ekki að greiða skatt af rúmum milljarði króna Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2022 16:56 Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga. Vísir/Vilhelm Elkem Ísland ehf., sem rekur kísilver á Grundartanga, lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í dag þegar úrskurður ríkisskattstjóra var felldur úr gildi. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á ákvæði tekjuskattslaga um skattasniðgöngu og að vaxtagreiðslur Elkem Ísland af láni frá erlendu móðurfélagi teldust ekki frádráttarbærar. Málið á rætur sínar að rekja til skuldabréfs sem félagið gaf út til móðurfélagsins árið 2012 í tengslum við svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjárfestingarleiðin var liður í aðgerðum Seðlabankans til að afla erlends gjaldeyris í kjölfar efnahagshrunsins. Ríkisskattsjóri taldi að með því að færa vaxtagreiðslur af skuldabréfinu til frádráttar í skattskilum hefði Elkem verið að sniðganga skattskyldu sína. Þannig fór skatturinn fram á skýringar á því hvernig farið hefði verið með vaxtagjöld í skattskilum og hvort lánið hefði verið tekið til að afla Elkem tekna, tryggja þær eða halda þeim við, en það er forsenda þess að vaxtagjöld séu frádráttarbær. Lækkaði frádrátt um rúmlega milljarð Að skýringum fengnum tilkynnti ríkisskattstjóri Elkem að fyrirhugað væri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum félagsins. Það hefði ekki hagað sér með sambærilegum hætti og gerst hefði í viðskiptum ótengdra aðila og ekki þurft á umræddri lántöku að halda. Umrædd lántaka væri verulega frábrugðin því sem almennt hefði gerst í viðskiptum ótengdra aðila. Félagið mótmælti álagningunni meðal annars með vísan til þess að grundvöllur boðaðrar álagningar væri hvorki í samræmi við staðreyndir málsins né lagalegan raunveruleika og að ekki væri hægt að hafna frádráttarbærni vaxta með vísan til þess að gjaldandi væri of vel fjármagnaður með eigin fé. Með úrskurði árið 2020 ákvað ríkisskattstjóri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem fyrir gjaldárin 2015 til 2019 um alls 810 milljónir króna og bæta við 25 prósent álagi. Fjárhæðin var því rétt rúmlega einn milljarður króna í heildina. Elkem stefndi íslenska ríkinu og vísaði til þess að ríkisskattstjóri hafi hvorki uppfyllt rannsóknarskyldu né gætt meðalhófs við meðferð málsins, og að úrskurðurinn hafi ekki verið í samræmi við lög. Sniðganga ekki sönnuð Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ágreiningur málsaðila hafi lúti að því að einhver málsatvik hafi verið óljós eða óupplýst. Ríkisskattstjóri hafi kallað eftir og fengið öll nauðsynleg gögn frá Elkem. Með vísan til þess, og fleira, hafnaði héraðsdómur því að Ríkisskattstjóri hefði brotið gegn rannsóknarreglu og meðalhófsreglu við meðferð málsins. Þá sagði í niðurstöðum að í tilviki Elkem hafi umrætt lán verið þáttur af fjármagnsskipan stefnanda og rekstrarfjármunirnir á því ári sem skuldabréfið var gefið út meðal annars nýttir til fjárfestinga og niðurgreiðslna á skuldum. Með vísan til þeirrar meginreglur að félög hafi gott svigrúm til þess að ákveða hvernig fjármagnsskipan þeirra skuli háttað og það sé jafnframt íslenska ríkið sem beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði ákvæðis skattalaga um sniðgöngu séu fyrir hendi, var fallist á kröfu Elkem um að ákvörðun ríkisskattstjóra yrði felld úr gildi. Þá var íslenska ríkið dæmt til að greiða málskostnað Elkem, fjórar milljónir króna að tilliti teknu til virðisaukaskatts. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á ákvæði tekjuskattslaga um skattasniðgöngu og að vaxtagreiðslur Elkem Ísland af láni frá erlendu móðurfélagi teldust ekki frádráttarbærar. Málið á rætur sínar að rekja til skuldabréfs sem félagið gaf út til móðurfélagsins árið 2012 í tengslum við svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjárfestingarleiðin var liður í aðgerðum Seðlabankans til að afla erlends gjaldeyris í kjölfar efnahagshrunsins. Ríkisskattsjóri taldi að með því að færa vaxtagreiðslur af skuldabréfinu til frádráttar í skattskilum hefði Elkem verið að sniðganga skattskyldu sína. Þannig fór skatturinn fram á skýringar á því hvernig farið hefði verið með vaxtagjöld í skattskilum og hvort lánið hefði verið tekið til að afla Elkem tekna, tryggja þær eða halda þeim við, en það er forsenda þess að vaxtagjöld séu frádráttarbær. Lækkaði frádrátt um rúmlega milljarð Að skýringum fengnum tilkynnti ríkisskattstjóri Elkem að fyrirhugað væri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum félagsins. Það hefði ekki hagað sér með sambærilegum hætti og gerst hefði í viðskiptum ótengdra aðila og ekki þurft á umræddri lántöku að halda. Umrædd lántaka væri verulega frábrugðin því sem almennt hefði gerst í viðskiptum ótengdra aðila. Félagið mótmælti álagningunni meðal annars með vísan til þess að grundvöllur boðaðrar álagningar væri hvorki í samræmi við staðreyndir málsins né lagalegan raunveruleika og að ekki væri hægt að hafna frádráttarbærni vaxta með vísan til þess að gjaldandi væri of vel fjármagnaður með eigin fé. Með úrskurði árið 2020 ákvað ríkisskattstjóri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem fyrir gjaldárin 2015 til 2019 um alls 810 milljónir króna og bæta við 25 prósent álagi. Fjárhæðin var því rétt rúmlega einn milljarður króna í heildina. Elkem stefndi íslenska ríkinu og vísaði til þess að ríkisskattstjóri hafi hvorki uppfyllt rannsóknarskyldu né gætt meðalhófs við meðferð málsins, og að úrskurðurinn hafi ekki verið í samræmi við lög. Sniðganga ekki sönnuð Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ágreiningur málsaðila hafi lúti að því að einhver málsatvik hafi verið óljós eða óupplýst. Ríkisskattstjóri hafi kallað eftir og fengið öll nauðsynleg gögn frá Elkem. Með vísan til þess, og fleira, hafnaði héraðsdómur því að Ríkisskattstjóri hefði brotið gegn rannsóknarreglu og meðalhófsreglu við meðferð málsins. Þá sagði í niðurstöðum að í tilviki Elkem hafi umrætt lán verið þáttur af fjármagnsskipan stefnanda og rekstrarfjármunirnir á því ári sem skuldabréfið var gefið út meðal annars nýttir til fjárfestinga og niðurgreiðslna á skuldum. Með vísan til þeirrar meginreglur að félög hafi gott svigrúm til þess að ákveða hvernig fjármagnsskipan þeirra skuli háttað og það sé jafnframt íslenska ríkið sem beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði ákvæðis skattalaga um sniðgöngu séu fyrir hendi, var fallist á kröfu Elkem um að ákvörðun ríkisskattstjóra yrði felld úr gildi. Þá var íslenska ríkið dæmt til að greiða málskostnað Elkem, fjórar milljónir króna að tilliti teknu til virðisaukaskatts. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira