Uppselt á Old Trafford þar sem England hefur leik á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 13:31 Lauren Hemp og Leah Williamson skemmta sér konunglega á æfingu. Þær eru hluti af einstaklega spennandi landsliði Englands. Lynne Cameron/Getty Images Það er gríðarleg spenna fyrir Evrópumóti kvenna í fótbolta sem hefst síðar í dag þegar England mætir Austurríki á Old Trafford. Uppselt er á leikinn og er Englendingurinn þegar farinn að velta fyrir sér, er hann að koma heim? Þegar kemur að fótbolta eru fáar þjóðir jafn fljótar að fara fram úr sér og Englendingar. Eftir frábæran árangur Englands á Evrópumóti karla síðasta sumar þá er spennan gríðarleg fyrir komandi Evrópumóti kvenna. Ekki er nóg með að mótið fari fram í Englandi heldur er uppselt á Old Trafford, heimavöll Manchester United, og samkvæmt Opta er England líklegasti sigurvegari mótsins ásamt Frakklandi. Grab yourself some paracetamol, as there's a case of Euro 2022 FEVER today. Ahead of England vs. Austria tonight, check out all out our #WEURO2022 preview content. Group previews. Tournament predictions. Players to watch. — The Analyst (@OptaAnalyst) July 6, 2022 Sem stendur eru 19 prósent líkur að England sigri Evrópumótið. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært í undankeppni HM 2023 og virðist sem ráðningin á hinni hollensku Sarina Wiegman hafi verið besta ákvörðun enska knattspyrnusambandsins í fleiri ár. Hin 52 ára Wiegman er þaulreynd og hefur gert enska liðið að ógnarsterku liði sem er til alls líklegt. Liðið býr yfir mikilli reynslu í leikmönnum á borð við Millie Bright, Lucy Bronze, Fran Kirby og Ellen White. Að sama skapi er liðið fullt af gríðarlega efnilegum og hæfileikaríkum leikmönnum, má þar nefna Lauren Hemp, Alessia Russo og Georgia Stanway. England leikur í A-riðli ásamt Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi. Mótið hefst fyrir framan rúmlega 70 þúsund manns á Old Trafford í Manchester þegar England tekur á móti Austurríki. Það er gríðarleg spenna fyrir mótinu í Englandi og er enska þjóðin þegar farin að syngja með laginu „Three Lions“ eða eins og það er betur þekkt: „Football´s Coming Home.“ Nú er bara að bíða og sjá hvort England standi sig á stóra svðinu eða geri í buxurnar eins og svo oft áður þegar pressan er hvað mest. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Þegar kemur að fótbolta eru fáar þjóðir jafn fljótar að fara fram úr sér og Englendingar. Eftir frábæran árangur Englands á Evrópumóti karla síðasta sumar þá er spennan gríðarleg fyrir komandi Evrópumóti kvenna. Ekki er nóg með að mótið fari fram í Englandi heldur er uppselt á Old Trafford, heimavöll Manchester United, og samkvæmt Opta er England líklegasti sigurvegari mótsins ásamt Frakklandi. Grab yourself some paracetamol, as there's a case of Euro 2022 FEVER today. Ahead of England vs. Austria tonight, check out all out our #WEURO2022 preview content. Group previews. Tournament predictions. Players to watch. — The Analyst (@OptaAnalyst) July 6, 2022 Sem stendur eru 19 prósent líkur að England sigri Evrópumótið. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært í undankeppni HM 2023 og virðist sem ráðningin á hinni hollensku Sarina Wiegman hafi verið besta ákvörðun enska knattspyrnusambandsins í fleiri ár. Hin 52 ára Wiegman er þaulreynd og hefur gert enska liðið að ógnarsterku liði sem er til alls líklegt. Liðið býr yfir mikilli reynslu í leikmönnum á borð við Millie Bright, Lucy Bronze, Fran Kirby og Ellen White. Að sama skapi er liðið fullt af gríðarlega efnilegum og hæfileikaríkum leikmönnum, má þar nefna Lauren Hemp, Alessia Russo og Georgia Stanway. England leikur í A-riðli ásamt Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi. Mótið hefst fyrir framan rúmlega 70 þúsund manns á Old Trafford í Manchester þegar England tekur á móti Austurríki. Það er gríðarleg spenna fyrir mótinu í Englandi og er enska þjóðin þegar farin að syngja með laginu „Three Lions“ eða eins og það er betur þekkt: „Football´s Coming Home.“ Nú er bara að bíða og sjá hvort England standi sig á stóra svðinu eða geri í buxurnar eins og svo oft áður þegar pressan er hvað mest.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira