Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2022 10:00 Ada Hegerberg er spennt fyrir EM. En þú? EPA-EFE/TERJE PEDERSEN Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Sarah Zadrazil (Austurríki) Sarah Zadrazil í leik með Bayern.Christian Kaspar-Bartke/Getty Images Hin 29 ára gamla Zadrazil spilar með Íslendingaliði Bayern München og ber þar fyrirliðabandið. Hefur spilað í Þýskalandi frá árinu 2016. Leikur vanalega á miðjunni og er lýst sem leikmanni með mikla sendingagetu ásamt því að vera mjög lunkin með boltann. View this post on Instagram A post shared by Sarah Zadrazil (@sarah_zadrazil27) Lucy Bronze (England) Lucy Bronze er með betri leikmönnum heims í dag.James Gill/Getty Images Hin þrítuga gamla Lucy Bronze gekk nýverið í raðir Spánarmeistara Barcelona en hefur einnig leikið með Lyon, Manchester City Liverpool, Everton og Sunderland á ferli sínum. Fæddist í Skotlandi en á enska móður og portúgalskan föður, virðist sú blanda virka vel en Bronze er með hægri bakvörðum, og leikmönnum, heims í dag þrátt fyrir að hafa gengist undir fimm hnéaðgerðir á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Lucy Bronze (@lucybronze) Rachel Furness (Norður-Írland) Rachel Furness er klár.Karl Bridgeman/Getty Images Hin 33 ára gamla Furness leikur í dag með Liverpool og mun því leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á næsta ári. Er markahæsti leikmaður N-Írlands frá upphafi og er með ágætis tengingu við Ísland þar sem hún lék með Grindavík sumarið 2010. View this post on Instagram A post shared by Rachel Furness (@furness_4_) Ada Hegerberg (Noregur) Markavélin Ada Hegerberg lætur ekki smá rigningu hafa áhrif á sig.EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hin 26 ára gamla Ada Martine Stolsmo Hegerberg er ein besta knattspyrnukona allra tíma. Sneri til baka í vetur eftir gríðarlega erfið hnémeiðsli og spilaði stóran þátt í því að Lyon sigraði Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Er markaskorari af guðsnáð sem hefur skorað 154 mörk í 134 leikjum fyrir Lyon og 42 mörk í 70 leikjum fyrir norska landsliðið. Stóð í stappi við norska knattspyrnusambandið þar sem hún taldi halla á kvennalandsliðið. Er nú snúin aftur og missa varnarmenn annarra landa A-riðils eflaust svefn yfir því að mæta Noregi. View this post on Instagram A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg) Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Sarah Zadrazil (Austurríki) Sarah Zadrazil í leik með Bayern.Christian Kaspar-Bartke/Getty Images Hin 29 ára gamla Zadrazil spilar með Íslendingaliði Bayern München og ber þar fyrirliðabandið. Hefur spilað í Þýskalandi frá árinu 2016. Leikur vanalega á miðjunni og er lýst sem leikmanni með mikla sendingagetu ásamt því að vera mjög lunkin með boltann. View this post on Instagram A post shared by Sarah Zadrazil (@sarah_zadrazil27) Lucy Bronze (England) Lucy Bronze er með betri leikmönnum heims í dag.James Gill/Getty Images Hin þrítuga gamla Lucy Bronze gekk nýverið í raðir Spánarmeistara Barcelona en hefur einnig leikið með Lyon, Manchester City Liverpool, Everton og Sunderland á ferli sínum. Fæddist í Skotlandi en á enska móður og portúgalskan föður, virðist sú blanda virka vel en Bronze er með hægri bakvörðum, og leikmönnum, heims í dag þrátt fyrir að hafa gengist undir fimm hnéaðgerðir á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Lucy Bronze (@lucybronze) Rachel Furness (Norður-Írland) Rachel Furness er klár.Karl Bridgeman/Getty Images Hin 33 ára gamla Furness leikur í dag með Liverpool og mun því leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á næsta ári. Er markahæsti leikmaður N-Írlands frá upphafi og er með ágætis tengingu við Ísland þar sem hún lék með Grindavík sumarið 2010. View this post on Instagram A post shared by Rachel Furness (@furness_4_) Ada Hegerberg (Noregur) Markavélin Ada Hegerberg lætur ekki smá rigningu hafa áhrif á sig.EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hin 26 ára gamla Ada Martine Stolsmo Hegerberg er ein besta knattspyrnukona allra tíma. Sneri til baka í vetur eftir gríðarlega erfið hnémeiðsli og spilaði stóran þátt í því að Lyon sigraði Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Er markaskorari af guðsnáð sem hefur skorað 154 mörk í 134 leikjum fyrir Lyon og 42 mörk í 70 leikjum fyrir norska landsliðið. Stóð í stappi við norska knattspyrnusambandið þar sem hún taldi halla á kvennalandsliðið. Er nú snúin aftur og missa varnarmenn annarra landa A-riðils eflaust svefn yfir því að mæta Noregi. View this post on Instagram A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira