Fótbolti

FH fór ansi illa með nágranna sína

Hjörvar Ólafsson skrifar
FH átti ekki í vandræðum með Hauka í leik liðanna í kvöld. 
FH átti ekki í vandræðum með Hauka í leik liðanna í kvöld.  Mynd/J.L. Long

FH burstaði Hauka 6-0 í nágrannaslag liðanna í níundu umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld.

Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Telma Hjaltalín Þrastardóttur, Esther Rós Arnarsdóttir, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir skiptu mörkum FH á milli sín en eitt marka liðsins var svo sjálfsmark.

Hlutskipti liðanna hafa verið ólík það sem af er sumars en FH trónir á toppi deildarinnar með 23 stig eftir þennan sigur.

Haukar eru hins vegar á hinum enda töflunnar með þrjú stig eftir tíu leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.