Pochettino tók við PSG eftir að hafa gert góða hluti með Tottenham Hotspur og þar áður bæði Southampton og Espanyol. Hann skrifaði undir 18 mánaða samning við Parísarliðið í ársbyrjun 2021 en fékk svo samninginn framlengdan til sumarsins 2023 skömmu eftir að hafa tekið við liðinu.
PSG have confirmed they've sacked Mauricio Pochettino after 18 months in charge
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 5, 2022
What next for the former Spurs boss...could we see him back in the Premier League? pic.twitter.com/TGpWAgmjqG
Undir stjórn Pochettino varð liðið Frakklandsmeistari nú síðasta vor eftir að Lille hafði landað titlinum árið á undan. Þá gerði hann liðið að bikarmeisturum á þar síðustu leiktíð.
Árangur PSG í Meistaradeild Evrópu hefur hins vegar verið vonbrigði eins og svo oft áður. Er það talin ein helsta ástæða þess að Pochettino fékk sparkið. Þá er ljóst að lið fullt af öldruðum ofurstjörnum getur ekki spilað þann fótbolta sem hinn fimmtugi Argentínumaðurinn vill helst spila.
The beginning of the end for Poch pic.twitter.com/hhO9ZqPiAK
— ESPN FC (@ESPNFC) July 5, 2022
Skömmu síðar var svo staðfest að Christophe Galtier taki við liðinu en hann stýrði Lille er það varð meistari á síðasta ári. Hann hætti í kjölfarið með liðið og tók við Nice en er nú mættur til Parísar.