Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin biður félög um að banna veðmálafyrirtæki sem styrktaraðila

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
West Ham var eitt af níu liðum deildarinnar sem var með veðmálafyrirtæki framan á treyjum sínum á seinasta tímabili.
West Ham var eitt af níu liðum deildarinnar sem var með veðmálafyrirtæki framan á treyjum sínum á seinasta tímabili. Rob Newell - CameraSport via Getty Images

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa biðlað til félaga innan deildarinnar um að banna veðmálafyrirtækjum að auglýsa á búningum liðana til að forðast lagasetningu frá bresku ríkisstjórninni.

Samkvæmt heimildum Sky Sports hafði enska úrvalsdeildin samband við öll félög deildarinnar í gær og lagði fram tillögu sem yrði til þess að veðmálafyrirtæki myndu hverfa af treyjum liðana á næstu þremur árum.

​​​​​​​Samkvæmt tillögunni myndi bannið taka gildi strax í upphafi næsta tímabils. Þeir samningar við veðmálafyrirtæki sem nú þegar eru gildi mega þó renna sitt skeið, svo lengi sem samningurinn renni út tímabilið 2024-2025.

Á seinasta tímabili voru níu af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar með veðmálafyrirtæki framan á treyjum sínum, eða 45 prósent liða deildarinnar.

Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar þurfa fjórtán af tuttugu liðum að samþykkja tillöguna svo hún taki gildi þegar í stað. Talsmaður eins félags segir að liðin fái aðeins örfáa daga til að svara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.