Enski boltinn

Ferguson yfirgefur Everton og stefnir á aðalþjálfarastarf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Duncan Ferguson hefur séð tímana tvenna hjá Everton.
Duncan Ferguson hefur séð tímana tvenna hjá Everton. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Skotinn Duncan Ferguson hefur ákveðið að yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Ferguson hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins síðan árið 2014.

Á þessum átta árum sem aðstoðarþjálfari hefur Ferguson unnið með sjö mismunandi þjálfurum og í tvíganga hefur hann tekið við liðinu sem bráðabirgðastjóri. Fyrra skiptið var í desember 2019 og það seinna í janúar á þessu ári.

Hann var einnig leikmaður Everton í tvígang. Í fyrra skiptið á árunum 1994-1998 og það seinna á árunum 2000-2006. Hann lék samtals 273 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 73 mörk.

Ferguson hefur nú tekið þá ákvörðun að segja skilið við Everton og ætlar að reyna fyrir sér sem aðalþjálfari, hvar svo sem það verður.

„Þetta hefur verið ótrúlega erfið ákvörðun, en ég þarf að horfa fram veginn til að taka næsta skref á ferlinum,“ sagði Ferguson.

„Að taka við sem bráðabirgðastjóri gaf mér sjálfstraustið sem ég þurfti til að taka skrefið í þjálfun. Klúbburinn hefur verið mér góður og þeir hafa stutt mig í gegnum hvert skref á minni vegferð.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.