Fótbolti

Börsungar fá Kessie og Christensen á frjálsri sölu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Franck Kessie og Andreas Christensen munu leika með Barcelona næstu árin.
Franck Kessie og Andreas Christensen munu leika með Barcelona næstu árin. Vísir/Getty

Spænska stórveldið Barcelona tilkynnti fyrr í dag að þeir Franck Kessie og Andreas Christensen væru gengnir í raðir félagsins. Báðir koma þeir á frjálsri sölu, Kessie frá AC Milan og Christensen frá Chelsea.

Þeir skrifa báðir undir fjögurra ára samning við Barcelona.

Hinn 25 ára miðjumaður Franck Kessie lék 224 leiki fyrir AC Milan þar sem hann skoraði 39 mörk á sínum fimm árum hjá félaginu. Á seinasta tímabili varð hann ítalskur meistari þegar AC Milan sigraði ítölsku deildina í fyrsta skipti í 11 ár.

Danski varnarmaðurinn Andreas Christensen hefur leikið 161 leik fyrir Chelsea, en þar hefur hann verið allan sinn feril ef frá eru talin tvö ár þar sem hann var á láni hjá Borussia Mönchengladbach.

Með Chelsea vann daninn Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, Ofurbikar UEFA og HM félagsliða.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.