Innlent

Aug­lýsa eftir rekstrar­aðila fyrir nýja heilsu­gæslu­stöð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Heilsugæslan verður staðsett að Aðalgötu 60.
Heilsugæslan verður staðsett að Aðalgötu 60. Vísir

Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ. Heilsugæslan verður staðsett í rúmlega þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en Sjúkratryggingar Íslands auglýsa fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins.

Ríkið leggur til að húsnæði undir starfsemina sem verður innréttað í samráði við verksala. Miðað er við að verksali leggi til húsbúnað og lækningatæki en gengið er út frá samningi til fimm ára.

Heilsugæslustöðin verður fyrsta sjálfstætt starfandi stöðin utan höfuðborgarsvæðisins og er fjármögnun samkvæmt fjármögnunarlíkani fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni.

Á ætlað er að ný heilsugæslustöð geti þjónað allt að ellefu þúsund íbúum svæðisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×