Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:32 Manchester United vill halda Cristiano Ronaldo en Portúgalinn ku vilja yfirgefa félagið. Manchester United/Getty Images Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira
Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira