Þar með hafa Rússar náð fullu valdi á öllu Luhansk héraði. Úkraínumenn segja að við ofurefli hafi verið að etja, Rússar hafi öflugri vopn, betri flugvélar og fleiri hermenn. Volodómír Selenský forseti Úkraínu lofaði því að Úkraínuher muni ná Lysychansk aftur á sitt vald um leið og þeim berst betri vopnabúnaður frá Vesturlöndum. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.
Rússar hafa einnig haldið árásum sínum áfram vestar í landinu en þannig létu að minnsta kosti sex lífið í borginni Slovyansk eftir harðar loftárásir. Slovyansk er í Donetsk héraði sem ásamt Luhansk myndar hið svokallaða Donbass svæði sem Rússar leggja nú höfuðáherslu á að ná tökum á.