Myndband sýnir lögreglumenn í Ohio skjóta óvopnaðan mann til bana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2022 00:10 Myndband sýnir lögreglumennina skjóta margoft að Walker eftir að hann hleypuyr úr bíl sínu. Twitter/skjáskot Myndband sem birtist opinberlega á sunnudag sýnir átta lögreglumenn í borginni Akron, í Ohio ríki í Bandaríkjunum, skjóta á óvopnaðan mann en við krufningu fundust um sextíu byssukúlur í líkama mannsins sem hafði flúið lögreglumennina. Lögreglan birti nokkur myndbönd af atvikinu á blaðamannafundi nú í dag. Í einu þeirra sést lögreglan elta Jayland Walker, sem er 25 ára svartur karlmaður, og síðan skjóta allmörgum skotum í átt að honum. Walker var sakaður um að hafa skotið á lögreglumennina í bíl sínum áður en hann átti að hafa skilið byssu sína eftir og flúið vettvang. ⚠️Warning: GRAPHICAkron Police just released the body camera footage of the killing of Jayland Walker.Jayland was unarmed and running away when police opened fire, firing 90 shots, hitting him 60.The Department of Justice needs to step in to investigate immediately. pic.twitter.com/owMmoSwFCi— Nina Turner (@ninaturner) July 3, 2022 Eftir nokkurra mínútna eftirför, hleypur Walker úr bíl sínum og frá lögreglumönnunum. Lögreglumennirnir hafa lýst því yfir að þeir hafi staðið í þeirri trú að Walker væri vopnaður og hafi ætlað að snúa sér að lögreglumönnunum til að skjóta þá. Byssa Walkers fannst síðar í bíl hans. Bobby DiCello, lögmaður fjölskyldu Walkers, segist umhugað um þau ummæli lögreglu að Walker hafi skotið á lögreglumenn úr bíl sínum og leggur áherslu á að slík háttsemi væri engin réttlæting fyrir dauða Jayland Walkers. „Þeir vilja breyta honum í andlitslaust skrímsli með byssu,“ sagði DiCello „Ég spyr ykkur, þar sem hann er að hlaupa í burtu, hvað er skynsamlegt að gera? Að skjóta hann niður? Nei, það er ekki skynsamlegt.“ DiCello hvetur almenning til friðsælla mótmæla og bætir við að það væri ósk fjölskyldu Walkers að forðast meira ofbeldi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Lögreglan birti nokkur myndbönd af atvikinu á blaðamannafundi nú í dag. Í einu þeirra sést lögreglan elta Jayland Walker, sem er 25 ára svartur karlmaður, og síðan skjóta allmörgum skotum í átt að honum. Walker var sakaður um að hafa skotið á lögreglumennina í bíl sínum áður en hann átti að hafa skilið byssu sína eftir og flúið vettvang. ⚠️Warning: GRAPHICAkron Police just released the body camera footage of the killing of Jayland Walker.Jayland was unarmed and running away when police opened fire, firing 90 shots, hitting him 60.The Department of Justice needs to step in to investigate immediately. pic.twitter.com/owMmoSwFCi— Nina Turner (@ninaturner) July 3, 2022 Eftir nokkurra mínútna eftirför, hleypur Walker úr bíl sínum og frá lögreglumönnunum. Lögreglumennirnir hafa lýst því yfir að þeir hafi staðið í þeirri trú að Walker væri vopnaður og hafi ætlað að snúa sér að lögreglumönnunum til að skjóta þá. Byssa Walkers fannst síðar í bíl hans. Bobby DiCello, lögmaður fjölskyldu Walkers, segist umhugað um þau ummæli lögreglu að Walker hafi skotið á lögreglumenn úr bíl sínum og leggur áherslu á að slík háttsemi væri engin réttlæting fyrir dauða Jayland Walkers. „Þeir vilja breyta honum í andlitslaust skrímsli með byssu,“ sagði DiCello „Ég spyr ykkur, þar sem hann er að hlaupa í burtu, hvað er skynsamlegt að gera? Að skjóta hann niður? Nei, það er ekki skynsamlegt.“ DiCello hvetur almenning til friðsælla mótmæla og bætir við að það væri ósk fjölskyldu Walkers að forðast meira ofbeldi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira