Myndband sýnir lögreglumenn í Ohio skjóta óvopnaðan mann til bana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2022 00:10 Myndband sýnir lögreglumennina skjóta margoft að Walker eftir að hann hleypuyr úr bíl sínu. Twitter/skjáskot Myndband sem birtist opinberlega á sunnudag sýnir átta lögreglumenn í borginni Akron, í Ohio ríki í Bandaríkjunum, skjóta á óvopnaðan mann en við krufningu fundust um sextíu byssukúlur í líkama mannsins sem hafði flúið lögreglumennina. Lögreglan birti nokkur myndbönd af atvikinu á blaðamannafundi nú í dag. Í einu þeirra sést lögreglan elta Jayland Walker, sem er 25 ára svartur karlmaður, og síðan skjóta allmörgum skotum í átt að honum. Walker var sakaður um að hafa skotið á lögreglumennina í bíl sínum áður en hann átti að hafa skilið byssu sína eftir og flúið vettvang. ⚠️Warning: GRAPHICAkron Police just released the body camera footage of the killing of Jayland Walker.Jayland was unarmed and running away when police opened fire, firing 90 shots, hitting him 60.The Department of Justice needs to step in to investigate immediately. pic.twitter.com/owMmoSwFCi— Nina Turner (@ninaturner) July 3, 2022 Eftir nokkurra mínútna eftirför, hleypur Walker úr bíl sínum og frá lögreglumönnunum. Lögreglumennirnir hafa lýst því yfir að þeir hafi staðið í þeirri trú að Walker væri vopnaður og hafi ætlað að snúa sér að lögreglumönnunum til að skjóta þá. Byssa Walkers fannst síðar í bíl hans. Bobby DiCello, lögmaður fjölskyldu Walkers, segist umhugað um þau ummæli lögreglu að Walker hafi skotið á lögreglumenn úr bíl sínum og leggur áherslu á að slík háttsemi væri engin réttlæting fyrir dauða Jayland Walkers. „Þeir vilja breyta honum í andlitslaust skrímsli með byssu,“ sagði DiCello „Ég spyr ykkur, þar sem hann er að hlaupa í burtu, hvað er skynsamlegt að gera? Að skjóta hann niður? Nei, það er ekki skynsamlegt.“ DiCello hvetur almenning til friðsælla mótmæla og bætir við að það væri ósk fjölskyldu Walkers að forðast meira ofbeldi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Lögreglan birti nokkur myndbönd af atvikinu á blaðamannafundi nú í dag. Í einu þeirra sést lögreglan elta Jayland Walker, sem er 25 ára svartur karlmaður, og síðan skjóta allmörgum skotum í átt að honum. Walker var sakaður um að hafa skotið á lögreglumennina í bíl sínum áður en hann átti að hafa skilið byssu sína eftir og flúið vettvang. ⚠️Warning: GRAPHICAkron Police just released the body camera footage of the killing of Jayland Walker.Jayland was unarmed and running away when police opened fire, firing 90 shots, hitting him 60.The Department of Justice needs to step in to investigate immediately. pic.twitter.com/owMmoSwFCi— Nina Turner (@ninaturner) July 3, 2022 Eftir nokkurra mínútna eftirför, hleypur Walker úr bíl sínum og frá lögreglumönnunum. Lögreglumennirnir hafa lýst því yfir að þeir hafi staðið í þeirri trú að Walker væri vopnaður og hafi ætlað að snúa sér að lögreglumönnunum til að skjóta þá. Byssa Walkers fannst síðar í bíl hans. Bobby DiCello, lögmaður fjölskyldu Walkers, segist umhugað um þau ummæli lögreglu að Walker hafi skotið á lögreglumenn úr bíl sínum og leggur áherslu á að slík háttsemi væri engin réttlæting fyrir dauða Jayland Walkers. „Þeir vilja breyta honum í andlitslaust skrímsli með byssu,“ sagði DiCello „Ég spyr ykkur, þar sem hann er að hlaupa í burtu, hvað er skynsamlegt að gera? Að skjóta hann niður? Nei, það er ekki skynsamlegt.“ DiCello hvetur almenning til friðsælla mótmæla og bætir við að það væri ósk fjölskyldu Walkers að forðast meira ofbeldi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira