Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:00 Alexia Putellas á landsliðsæfingu. Oscar J. Barroso/Getty Images Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas) Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00