Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:00 Alexia Putellas á landsliðsæfingu. Oscar J. Barroso/Getty Images Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas) Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00