Fótbolti

Tottenham staðfestir komu Grétars Rafns

Árni Jóhansson skrifar
Grétar Rafn hefur hafið störf hjá Tottenham Hotspur.
Grétar Rafn hefur hafið störf hjá Tottenham Hotspur. Vísir/Vilhelm

Grétar Rafn Steinsson er tekinn við starfi frammistöðustjóra hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur. Enska liðið tilkynnti þetta á vefsíðu sinni í gær.

Grétar ætti að þekkja bakherbergi enskra knattspyrnuliða ágætlega enda var hann við störf hjá Everton þar sem hann sá um að finna leikmenn og þróa þá og einnig vann hann hjá Fleetwood Town sem tæknistjórinn. Hann fer frá KSÍ til Tottenham en hann var ráðgjafi fyrir íslenska knattspyrnusambandið.

Heimasíða Tottenham tekur það fram að Grétar hafi spilað við gegn Tottenham sem leikmaður Bolton á sínum tíma en Grétar lék 126 sinnum fyrir Bolton og skoraði fimm mörk á árunum 2008 til 2012. Þá lék hann með Young Boys og AZ Alkmaar meðal annars.

Starf frammistöðustjóra felur meðal annars í sér að fylgjast með að markmiðum sé náð bæði á æfingum og í leik en einnig að þróa og betrumbæta menninguna innan liðsins og æfingarumhverfið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.