Tarkowski semur við Everton Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 22:30 Everton Unveil New Signing James Tarkowski HALEWOOD, ENGLAND - JULY 01: (EXCLUSIVE COVERAGE) James Tarkowski poses for a photo after signing with Everton FC at Finch Farm on July 01 2022 in Halewood, England. (Photo by Tony McArdle/Everton FC via Getty Images) GETTY IMAGES Miðvörðurinn enski James Tarkowski hefur komist að samkomulagi um að leika með Everton í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi tímabil. Leikmaðurinn var samningslaus og þarf Everton því ekki að greiða fyrir Burnley fyrir hann. Tarkowski, sem hefur leikið með Burnley í rúmlega sex ár, samdi við Everton til fjögurra ára eða þangað til í júní árið 2026. Tarkowsky spilaði 194 leiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni og hefur að auki spilað tvo landsleiki fyrir Englands hönd. Tarkowski bendir á Frank Lampard, framkvæmdarstjóra Everton, og ástríðufulla aðdáendur liðsins sem ástæðu fyrir því að hafa samið við liðið. „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Everton enda risastór klúbbur. Ég hlakka mikið til næstu ára og þakklátur fyrir tækifærið sem ég fæ. Það er augljóst hvað framkvæmdarstjórinn vill frá leikmönnum sínum og liðinu og hann sá eitthvað í mér sem gerði það að verkum að hann vildi semja við mig.“ „Ég er metnaðarfullur leikmaður og vill vinna eitthvað og ég er kominn hingað til þess að ná árangri. Svo verður að nefna aðdáendurna, maður sá hvernig þeir studdu liðið á síðustu leiktíð og það var ótrúlegt. Maður sér hversu stór hópur stuðningsmanna er þrátt fyrir að tímabilið hafi verið erfitt. Það er stór partur af klúbbnum og vonandi eru árangursríkir tímar framundan og með hæfileikana sem eru í liðinu þá getum við gefið áðdáendum ástæðu til að vera ánægðir.“ Tarkowski er fyrsti leikmaðurinn sem Everton nær í þetta sumarið en klúbburinn er sagður stórhuga á leikmannamarkaðinum. Þeir hafa hingað til verið orðaðir Jesse Lingaard fyrrum leikmann Manchester United og Emmanuel Dennis leikmann Watford það sem af er sumri. Everton mætir til æfinga á mánudaginn en enska úrvalsdeildin mun hefjast föstudaginn 5. ágúst næstkomandi með leik Arsenal og Wolves. Everton spilar við Chelsea degi seinna á Goodison Park. Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Tarkowski, sem hefur leikið með Burnley í rúmlega sex ár, samdi við Everton til fjögurra ára eða þangað til í júní árið 2026. Tarkowsky spilaði 194 leiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni og hefur að auki spilað tvo landsleiki fyrir Englands hönd. Tarkowski bendir á Frank Lampard, framkvæmdarstjóra Everton, og ástríðufulla aðdáendur liðsins sem ástæðu fyrir því að hafa samið við liðið. „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Everton enda risastór klúbbur. Ég hlakka mikið til næstu ára og þakklátur fyrir tækifærið sem ég fæ. Það er augljóst hvað framkvæmdarstjórinn vill frá leikmönnum sínum og liðinu og hann sá eitthvað í mér sem gerði það að verkum að hann vildi semja við mig.“ „Ég er metnaðarfullur leikmaður og vill vinna eitthvað og ég er kominn hingað til þess að ná árangri. Svo verður að nefna aðdáendurna, maður sá hvernig þeir studdu liðið á síðustu leiktíð og það var ótrúlegt. Maður sér hversu stór hópur stuðningsmanna er þrátt fyrir að tímabilið hafi verið erfitt. Það er stór partur af klúbbnum og vonandi eru árangursríkir tímar framundan og með hæfileikana sem eru í liðinu þá getum við gefið áðdáendum ástæðu til að vera ánægðir.“ Tarkowski er fyrsti leikmaðurinn sem Everton nær í þetta sumarið en klúbburinn er sagður stórhuga á leikmannamarkaðinum. Þeir hafa hingað til verið orðaðir Jesse Lingaard fyrrum leikmann Manchester United og Emmanuel Dennis leikmann Watford það sem af er sumri. Everton mætir til æfinga á mánudaginn en enska úrvalsdeildin mun hefjast föstudaginn 5. ágúst næstkomandi með leik Arsenal og Wolves. Everton spilar við Chelsea degi seinna á Goodison Park.
Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira