Enski boltinn

Len­g­let á leið til Totten­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lenglet hefur líklega klædd sig í sítt síðasta vesti á æfingu Barcelona.
Lenglet hefur líklega klædd sig í sítt síðasta vesti á æfingu Barcelona. EPA-EFE/Alejandro Garcia

Franski miðvörðurinn Clément Lenglet, leikmaður Barcelona, virðist vera á leið til Tottenham Hotspur. Félögin eiga eftir að semja um kaupverðið en leikmaðurinn hefur samið um kaup og kjör við Lundúnaliðið.

Antonio Conte hefur heldur betur styrkt lið sitt það sem af er sumri. Hinn risastóri Fraser Forster kom á frjálsri sölu frá Southampton en hann á að veita Hugo Lloris samkeppni milli stanganna. 

Króatinn fjölhæfi Ivan Perišić kom frá Inter Milan, einnig á frjálsri sölu. Hann mun að öllum líkindum leika í stöðu vinstri vængbakvarðar en getur einnig leikið hægra megin sem og ofar á vellinum.

Akkerið Yves Bissouma kom frá Brighton & Hove Albion en hann leikur í stöðu djúps miðjumanns og þá var brasilíski framherjinn Richarlison keyptur frá Everton.

Conte er þó hvergi nærri hættur og virðist sem fimmti leikmaðurinn sé á leiðinni. Það er hinn 27 ára gamli miðvörður Lenglet sem hefur leikið með Barcelona á Spáni frá árinu 2018. Þar áður lék hann með Sevilla á Spáni og Nancy í heimalandinu.

Hann á að baki 15 A-landsleiki fyrir Frakkland en hefur ekki verið inn í myndinni hjá Börsungum að undanförnu. 

Hvort hann komi á láni eða verði keyptur kemur í ljós á næstu dögum en það virðist nær staðfest að Lenglet verði leikmaður Tottenham áður en langt um líður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.