Pincher hefur sent Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins, bréf þar sem hann greinir frá afsögn sinni. Í bréfinu segist hann hafa „gert sig að fífli“ kvöldið áður þegar hann var við drykkju.

Samkvæmt The Guardian mun Pincher hafa verið á Carlton Club í Piccadilly í gærkvöldi og drukkið of mikið. Samkvæmt viðmælanda þeirra sem var á Carlton Club þetta kvöld hafi Pincher varla getað staðið í lappirnar sökum ölvunar og því beðinn um að yfirgefa staðinn. Þá hafi hann byrjað að káfa á tveimur karlkyns starfsmönnum staðarins.
Að minnsta kosti tveir þingmenn flokksins voru viðstaddir þegar atvikið átti sér stað og kvörtuðu þeir til stjórnar flokksins.
Pincher ætlar að halda störfum sínum sem þingmaður áfram samkvæmt bréfinu sem hann sendi á forsætisráðherrann.