Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. júní 2022 20:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður og Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginsleikans á Austurvelli í dag. Vísir/Berghildur Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. Fundurinn hófst með mínútu þögn af virðingu við fórnarlöm árásarinnar í Osló þar sem tveir létust og 21 særðist. „Við erum að hingað komin til að sýna frændum okkar í Noregi samstöðu og samhug í verki vegna þessa hræðilega atburðar í Osló,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Páll söng nokkur lög á fundinum meðal annars hið sívinsæla dag Allt fyrir ástina. „Út með hatrið, inn með ástina, þótt ég verði að syngja þetta lag, þótt ég verði 86 ára gömul drottning upp á einhverjum trukk þá bara réttu mér míkrafón. Það er nefnilega auðséð á þessum atburði í síðustu viku að þessi barátta milli haturs og kærleika og fáfræði og kunnáttu lýkur aldrei,“ segir Páll. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans telur að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Því miður hefur orðið rosalegt bakslag, ekki bara í Bandaríkjunum eða í Evrópu heldur líka hér heima. Við höfum séð það gegnum samfélagsmiðla og víðar. Þetta er m.a. að ná til ungmenna sem eru að verða fyrir ofbeldi. Þetta er að verða mjög alvarlegt og við sjáum hvað þetta er nálægt okkur,“ segir Ingileif. Krafan er að fræðsla um réttindi hinsegin fólks verði efld. „Við krefjumst þess að hinsegin fræðsla verði efld á öllum stigum samfélagsins. Í skólum, hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Því við vitum að fordómar byggjast fyrst og fremst á fáfræði,“ segir Ingileif. Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Fundurinn hófst með mínútu þögn af virðingu við fórnarlöm árásarinnar í Osló þar sem tveir létust og 21 særðist. „Við erum að hingað komin til að sýna frændum okkar í Noregi samstöðu og samhug í verki vegna þessa hræðilega atburðar í Osló,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Páll söng nokkur lög á fundinum meðal annars hið sívinsæla dag Allt fyrir ástina. „Út með hatrið, inn með ástina, þótt ég verði að syngja þetta lag, þótt ég verði 86 ára gömul drottning upp á einhverjum trukk þá bara réttu mér míkrafón. Það er nefnilega auðséð á þessum atburði í síðustu viku að þessi barátta milli haturs og kærleika og fáfræði og kunnáttu lýkur aldrei,“ segir Páll. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans telur að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Því miður hefur orðið rosalegt bakslag, ekki bara í Bandaríkjunum eða í Evrópu heldur líka hér heima. Við höfum séð það gegnum samfélagsmiðla og víðar. Þetta er m.a. að ná til ungmenna sem eru að verða fyrir ofbeldi. Þetta er að verða mjög alvarlegt og við sjáum hvað þetta er nálægt okkur,“ segir Ingileif. Krafan er að fræðsla um réttindi hinsegin fólks verði efld. „Við krefjumst þess að hinsegin fræðsla verði efld á öllum stigum samfélagsins. Í skólum, hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Því við vitum að fordómar byggjast fyrst og fremst á fáfræði,“ segir Ingileif.
Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50