Níu dagar í EM: Fiskur frá mömmu í uppáhaldi og fjögur ár í læknisfræði að baki Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2022 11:00 Markið sem Elín Metta Jensen skoraði gegn Svíum var afar mikilvægt. vísir/vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst í röðinni er markaskorarinn Elín Metta Jensen. Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira