Níu dagar í EM: Fiskur frá mömmu í uppáhaldi og fjögur ár í læknisfræði að baki Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2022 11:00 Markið sem Elín Metta Jensen skoraði gegn Svíum var afar mikilvægt. vísir/vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst í röðinni er markaskorarinn Elín Metta Jensen. Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira