Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2022 20:22 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir vísir/vilhelm Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. Hvorugur mannana er alvarlega veikur en tengsl eru á milli þeirra og búa mennirnir á höfuðborgarsvæðinu. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu en sýnin tvö verða send til útlanda til að staðfesta greininguna. Nú þegar sjúkdómurinn er kominn til landsins segir sóttvarnalæknir að almenningur þurfi að hafa tvennt í huga til að hemja útbreiðslu hans. Annars vegar að stunda ekki kynlíf með ókunnugum. „Og líka ef fólk fer að fá bólur og blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærin eða kynfærasvæðin að leita fljótt til heilbrigðisþjónustunnar, húð og kynsjúkdómadeildar Landspítala eða göngudeildar smitsjúkdóma og fá greiningu eins fljótt og hægt er,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sjúkdómurinn hefur hingað til verið að greinast í sam- og tvíkynhneigðum mönnum og hafa samtök hinsegin fólks óttast að faraldurinn leiði til aukinna fordóma fyrir samkynhneigðum vegna vanþekkingar. Þórólfur segir mikilvægt hafa í huga að sjúkdómurinn er ekki bundinn við kynhneigð. „Hann smitast við kynlíf á milli fólks af öllum kynjum. Það vill svo til að þetta hefur aðallega greinst hjá karlmönnum núna og uppsprettan eru ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt.“ Vonast til að fá áttatíu skammta af bóluefni Unnið er að því að fá til landsins veirulyf og bóluefni. Það ferli er nokkuð flókið enda lítið til af bóluefninu að sögn Þórólfs sem bindur vonir við að fá áttatíu skammta af efninu. „Til að nota hjá völdum einstaklingum sem eru útsettir fyrir veirunni og gætu farið illa út úr sýkingunni. Sennilega myndi bóluefnið vera notað helst hjá þeim.“ Sjúkdómurinn smitast við náin samneyti milli fólks. Hann er ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök og einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Þórólfur býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en á þó ekki von á stórum faraldri þrátt fyrir að hópsýkingar kunni að koma upp. „Nákvæmlega hversu mikið er ómögulegt að segja, það fer eftir því hvernig fólk hegðar sér og hvernig okkur tekst að hemja útbreiðsluna.“ Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Hvorugur mannana er alvarlega veikur en tengsl eru á milli þeirra og búa mennirnir á höfuðborgarsvæðinu. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu en sýnin tvö verða send til útlanda til að staðfesta greininguna. Nú þegar sjúkdómurinn er kominn til landsins segir sóttvarnalæknir að almenningur þurfi að hafa tvennt í huga til að hemja útbreiðslu hans. Annars vegar að stunda ekki kynlíf með ókunnugum. „Og líka ef fólk fer að fá bólur og blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærin eða kynfærasvæðin að leita fljótt til heilbrigðisþjónustunnar, húð og kynsjúkdómadeildar Landspítala eða göngudeildar smitsjúkdóma og fá greiningu eins fljótt og hægt er,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sjúkdómurinn hefur hingað til verið að greinast í sam- og tvíkynhneigðum mönnum og hafa samtök hinsegin fólks óttast að faraldurinn leiði til aukinna fordóma fyrir samkynhneigðum vegna vanþekkingar. Þórólfur segir mikilvægt hafa í huga að sjúkdómurinn er ekki bundinn við kynhneigð. „Hann smitast við kynlíf á milli fólks af öllum kynjum. Það vill svo til að þetta hefur aðallega greinst hjá karlmönnum núna og uppsprettan eru ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt.“ Vonast til að fá áttatíu skammta af bóluefni Unnið er að því að fá til landsins veirulyf og bóluefni. Það ferli er nokkuð flókið enda lítið til af bóluefninu að sögn Þórólfs sem bindur vonir við að fá áttatíu skammta af efninu. „Til að nota hjá völdum einstaklingum sem eru útsettir fyrir veirunni og gætu farið illa út úr sýkingunni. Sennilega myndi bóluefnið vera notað helst hjá þeim.“ Sjúkdómurinn smitast við náin samneyti milli fólks. Hann er ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök og einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Þórólfur býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en á þó ekki von á stórum faraldri þrátt fyrir að hópsýkingar kunni að koma upp. „Nákvæmlega hversu mikið er ómögulegt að segja, það fer eftir því hvernig fólk hegðar sér og hvernig okkur tekst að hemja útbreiðsluna.“
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11