Enski boltinn

Fullyrðir að Chelsea og Leeds séu búin að ná samkomulagi um kaupin á Raphinha

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Raphinha er að ganga í raðir Chelsea.
Raphinha er að ganga í raðir Chelsea. Alex Davidson/Getty Images

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir á Twitter-síðu sinni að Chelsea og Leeds séu búin að ná samkomulagi um kaupin á brasilíska kantmanninum Raphinha.

Ef marka má það sem Romano skrifar þá mun Chelsea greiða á bilinu 60-65 milljónir punda fyrir leikmanninn ef með eru taldar árangurstengdar bónusgreiðslur.

Barcelona og Arsenal höfðu einnig áhuga á því að fá leikmanninn í sínar raðir og lengi vel leit út fyrir að Arsenal myndi ná að tryggja sér þjónustu Brassans. Hann virðist nú vera á leið í bláa hluta Lundúna, en leikmaðurinn á þó enn eftir að semja um kaup og kjör við Chelsea.

Raphinha hefur leikið með Leeds frá árinu 2020, en á þeim tíma hefur hann spilað 65 deildarleiki og skorað í þeim 17 mörk. Þá á þessi 25 ára leikmaður einnig að baki níu leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×