Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 14:24 Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg. Vísir/Vilhelm Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. Greint var frá þessu á vef RÚV í dag. Í samtali við Vísi segir Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar að verið sé að vinna í því að koma skilti með aðvörunarljósunum upp. Vilji sé fyrir því að það gerist sem fyrst. Umræða um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru blossar reglulega upp, nú vegna banaslyss sem þar varð á dögunum þegar erlendur ferðamaður lést eftir að alda hreif hann út í sjóinn. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Lengi hefur verið talað fyrir því að koma upp viðvörunarkerfi við fjöruna, og nú hyllir undir að það verði að veruleika. Eftir banaslysið fyrr í mánuðinum var haldinn samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru, þar sem allir sem áttu sæti á fundinum voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni.Þar kemur Vegagerðin inn en árið 2017 fékk stofnunin styrk til að útbúa spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru, sem aðgengilegt er hér. Stefnt er að því að viðvörunarljósið verði tengt við þetta spálíkan. Litakóðarnir grænt, gult og rautt munu tákna hættuna. Mismunandi ljós eftir mismikilli hættu Að sögn Fannars mun viðvörunarkerfið virka þannig að ef spálíkanið gefur litakóðan grænan þá mun gult viðvörunarljós blikka, litakóðinn gulur gefur stöðugt gult ljós á skiltinu og rautt ljós kemur á skiltinu þegar hættan er talin vera rauð. Sjá má á vefsíðu spákerfisins að hættan í dag og næstu daga er metin blá, sem er með allra minnsta móti. Ölduhæð er með minnsta móti við Reynisfjöru í dag og næstu daga. Sjá má kvarða sem spálíkan Vegagerðarinnar notast við til hægri á myndinni, og viðvörunarljósið við fjöruna mun styðjast við.Vegagerðin Einnig verða settar upp myndavélar sem starfsmenn Vegagerðarinnar geta notað til að kvarða kerfið ef eitthvað gerist sem núverandi spálíkan nær ekki yfir. Þá mun kerfið einnig mögulega þróast eftir því sem reynsla á notkun þess fæst. Þannig segir Fannar að í sumum tilvikum sé mikil sjávarhæð orsök slysa við Reynisfjöru, fremur en mikil ölduhæð, en þá geta öldunar borist upp að klettinum fræga í fjörunni sem er vinsæll ljósmyndastaður. „Kannski í framtíðinni verður það svoleiðis að þegar sjávarhæð er x þá bara kemur rautt,“ segir Fannar. Sem fyrr segir er unnið að því að koma kerfinu upp og standa vonir til þess að það geti verið komið í gagnið í næsta mánuði. Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í Reynisfjöru Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu. 21. júní 2022 21:53 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56 „Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Greint var frá þessu á vef RÚV í dag. Í samtali við Vísi segir Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar að verið sé að vinna í því að koma skilti með aðvörunarljósunum upp. Vilji sé fyrir því að það gerist sem fyrst. Umræða um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru blossar reglulega upp, nú vegna banaslyss sem þar varð á dögunum þegar erlendur ferðamaður lést eftir að alda hreif hann út í sjóinn. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Lengi hefur verið talað fyrir því að koma upp viðvörunarkerfi við fjöruna, og nú hyllir undir að það verði að veruleika. Eftir banaslysið fyrr í mánuðinum var haldinn samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru, þar sem allir sem áttu sæti á fundinum voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni.Þar kemur Vegagerðin inn en árið 2017 fékk stofnunin styrk til að útbúa spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru, sem aðgengilegt er hér. Stefnt er að því að viðvörunarljósið verði tengt við þetta spálíkan. Litakóðarnir grænt, gult og rautt munu tákna hættuna. Mismunandi ljós eftir mismikilli hættu Að sögn Fannars mun viðvörunarkerfið virka þannig að ef spálíkanið gefur litakóðan grænan þá mun gult viðvörunarljós blikka, litakóðinn gulur gefur stöðugt gult ljós á skiltinu og rautt ljós kemur á skiltinu þegar hættan er talin vera rauð. Sjá má á vefsíðu spákerfisins að hættan í dag og næstu daga er metin blá, sem er með allra minnsta móti. Ölduhæð er með minnsta móti við Reynisfjöru í dag og næstu daga. Sjá má kvarða sem spálíkan Vegagerðarinnar notast við til hægri á myndinni, og viðvörunarljósið við fjöruna mun styðjast við.Vegagerðin Einnig verða settar upp myndavélar sem starfsmenn Vegagerðarinnar geta notað til að kvarða kerfið ef eitthvað gerist sem núverandi spálíkan nær ekki yfir. Þá mun kerfið einnig mögulega þróast eftir því sem reynsla á notkun þess fæst. Þannig segir Fannar að í sumum tilvikum sé mikil sjávarhæð orsök slysa við Reynisfjöru, fremur en mikil ölduhæð, en þá geta öldunar borist upp að klettinum fræga í fjörunni sem er vinsæll ljósmyndastaður. „Kannski í framtíðinni verður það svoleiðis að þegar sjávarhæð er x þá bara kemur rautt,“ segir Fannar. Sem fyrr segir er unnið að því að koma kerfinu upp og standa vonir til þess að það geti verið komið í gagnið í næsta mánuði.
Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í Reynisfjöru Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu. 21. júní 2022 21:53 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56 „Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í Reynisfjöru Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu. 21. júní 2022 21:53
Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00
Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56
„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30