Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 23:00 Skjáskot úr myndbandi af ferðamönnum í Reynisfjöru laugardaginn 3. nóvember. Brimið, sem þó virðist ekki hafa verið með öflugasta móti umræddan dag, felldi fólkið í flæðarmálinu. Instagram/Erica Mengouchian Viðvörunarkerfi Vegagerðarinnar fyrir hættulegar öldur í Reynisfjöru, sem tekið var í gagnið í júní á þessu ári, er enn á tilraunastigi, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni. Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. Fjármagn fékkst til uppsetningar á viðvörunarkerfisinu í kjölfar tíðra slysa á svæðinu. Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðan árið 2007 vegna hættulegs öldugangs, og þá hafa ferðamenn ítrekað lent í ógöngum er þeir hætta sér of nálægt sjónum. Síðast voru ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru á laugardag en myndband sem náðist af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndir um að koma upp viðvörunarljósum í fjörunni Umrætt viðvörunarkerfi var sett upp í júní síðastliðnum og byggir á ölduspá Vegagerðarinnar þar sem reiknuð er svokölluð ölduspá á grunnslóð. Þannig er reynt að finna út við hvaða aðstæður stafar mest hætta af brimi og öldugangi.Sigurður Sigurðarson.„Þá reiknum við öldurnar upp í firði og flóa og annað slíkt, og í þessu tilviki þá reiknum við þær upp að fjörunum við Reynisfjöru, Vík og Kirkjufjöru. Síðan tökum við niðurstöður úr þessum reikningum á tíu metra dýpi og reiknum ölduhæðina, sveiflutíma öldunnar og sjávarhæðina yfir í eitthvað sem við köllum hættustuðul,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Þá hafa komið upp hugmyndir um að bæta við kerfið og koma fyrir viðvörunarljósum í Reynisfjöru sem myndu lýsast upp í ákveðnum litum þegar hættustuðullinn fer yfir ákveðin mörk. Ljósin yrðu þannig til upplýsingar fyrir vegfarendur á svæðinu. „Þetta hefur svo aðeins þróast, og menn töldu að það væri raunverulega alltaf hætta, og þá er hugmyndin að hafa þarna alltaf gult ljós,“ segir Sigurður.Kerfið á tilraunastigi Í núverandi mynd hefur kerfið aðallega verið hugsað fyrir viðbragðsaðila á borð við lögreglu og almannavarnir. Inntur eftir því hvernig kerfið hafi reynst hingað til segir Sigurður að það sé enn á tilraunastigi. „Við höfum ekki miklar upplýsingar um það. Og þetta er á tilraunastigi. Ein hugmyndin er að þetta sé fyrir viðbragðsaðila, hugmyndin vaknaði þegar varð þarna slys og lögregla var með vakt í fjörunni. Eitt notagildið af þessu er að lögregla geti skipulagt sig fram í tímann, þurfi kannski ekki að koma einhverja daga en sjái að þeir þurfa að koma aðra daga.“Ekkert aftakabrim á laugardag Ljósmyndarinn Erica Mengouchian birti myndbandið af ferðamönnunum í Reynisfjöru á Instagram-reikningi sínum laugardaginn 3. nóvember. Myndbandið var tekið um hádegi sama dag, samkvæmt skriflegu svari Mengouchian við fyrirpsurn fréttastofu. Hún segir jafnframt að viðvörunarskilti hafi verið sýnileg um allt svæðið en þrátt fyrir það hafi ferðamennirnir hætt sér mjög nálægt öldurótinu.Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Íslandi.visir/vilhelmSigurður getur aðspurður ekki sagt til um það strax hvort brimið hafi verið hættulegra umræddan dag en miðað við venjulegar aðstæður í fjörunni. „Auðvitað sjáum við það öll sem í Íslendingar að þetta er hættulegt. Við sjáum það hins vegar að þetta var ekkert aftakabrim, og þess vegna kom það náttúrulega svo mörgum á óvart þarna.“ Sigurður segir að breytileikinn í öldunum sé eitt af því sem geri þær svo hættulegar. Sumar séu lágar, aðrar háar og þá falli þær að í hópum, þar sem einnig geti verið breytileiki innbyrðis. „Svo eru þessar háu öldur misháar. Öðru hvoru koma mjög háar öldur, það eru þær sem eru hættulegastar. Ef menn gæta ekki að sér og allt í einu kemur til dæmis töluvert hærri alda en í síðustu háu öldum. Svo er það líka þannig að það er ekki alltaf sem allra hæstu öldurnar valda hæsta upprennslinu í fjörunni.“ Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Viðvörunarkerfi Vegagerðarinnar fyrir hættulegar öldur í Reynisfjöru, sem tekið var í gagnið í júní á þessu ári, er enn á tilraunastigi, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni. Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. Fjármagn fékkst til uppsetningar á viðvörunarkerfisinu í kjölfar tíðra slysa á svæðinu. Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðan árið 2007 vegna hættulegs öldugangs, og þá hafa ferðamenn ítrekað lent í ógöngum er þeir hætta sér of nálægt sjónum. Síðast voru ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru á laugardag en myndband sem náðist af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndir um að koma upp viðvörunarljósum í fjörunni Umrætt viðvörunarkerfi var sett upp í júní síðastliðnum og byggir á ölduspá Vegagerðarinnar þar sem reiknuð er svokölluð ölduspá á grunnslóð. Þannig er reynt að finna út við hvaða aðstæður stafar mest hætta af brimi og öldugangi.Sigurður Sigurðarson.„Þá reiknum við öldurnar upp í firði og flóa og annað slíkt, og í þessu tilviki þá reiknum við þær upp að fjörunum við Reynisfjöru, Vík og Kirkjufjöru. Síðan tökum við niðurstöður úr þessum reikningum á tíu metra dýpi og reiknum ölduhæðina, sveiflutíma öldunnar og sjávarhæðina yfir í eitthvað sem við köllum hættustuðul,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Þá hafa komið upp hugmyndir um að bæta við kerfið og koma fyrir viðvörunarljósum í Reynisfjöru sem myndu lýsast upp í ákveðnum litum þegar hættustuðullinn fer yfir ákveðin mörk. Ljósin yrðu þannig til upplýsingar fyrir vegfarendur á svæðinu. „Þetta hefur svo aðeins þróast, og menn töldu að það væri raunverulega alltaf hætta, og þá er hugmyndin að hafa þarna alltaf gult ljós,“ segir Sigurður.Kerfið á tilraunastigi Í núverandi mynd hefur kerfið aðallega verið hugsað fyrir viðbragðsaðila á borð við lögreglu og almannavarnir. Inntur eftir því hvernig kerfið hafi reynst hingað til segir Sigurður að það sé enn á tilraunastigi. „Við höfum ekki miklar upplýsingar um það. Og þetta er á tilraunastigi. Ein hugmyndin er að þetta sé fyrir viðbragðsaðila, hugmyndin vaknaði þegar varð þarna slys og lögregla var með vakt í fjörunni. Eitt notagildið af þessu er að lögregla geti skipulagt sig fram í tímann, þurfi kannski ekki að koma einhverja daga en sjái að þeir þurfa að koma aðra daga.“Ekkert aftakabrim á laugardag Ljósmyndarinn Erica Mengouchian birti myndbandið af ferðamönnunum í Reynisfjöru á Instagram-reikningi sínum laugardaginn 3. nóvember. Myndbandið var tekið um hádegi sama dag, samkvæmt skriflegu svari Mengouchian við fyrirpsurn fréttastofu. Hún segir jafnframt að viðvörunarskilti hafi verið sýnileg um allt svæðið en þrátt fyrir það hafi ferðamennirnir hætt sér mjög nálægt öldurótinu.Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Íslandi.visir/vilhelmSigurður getur aðspurður ekki sagt til um það strax hvort brimið hafi verið hættulegra umræddan dag en miðað við venjulegar aðstæður í fjörunni. „Auðvitað sjáum við það öll sem í Íslendingar að þetta er hættulegt. Við sjáum það hins vegar að þetta var ekkert aftakabrim, og þess vegna kom það náttúrulega svo mörgum á óvart þarna.“ Sigurður segir að breytileikinn í öldunum sé eitt af því sem geri þær svo hættulegar. Sumar séu lágar, aðrar háar og þá falli þær að í hópum, þar sem einnig geti verið breytileiki innbyrðis. „Svo eru þessar háu öldur misháar. Öðru hvoru koma mjög háar öldur, það eru þær sem eru hættulegastar. Ef menn gæta ekki að sér og allt í einu kemur til dæmis töluvert hærri alda en í síðustu háu öldum. Svo er það líka þannig að það er ekki alltaf sem allra hæstu öldurnar valda hæsta upprennslinu í fjörunni.“
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00